Orlof á sumartímanum

Starfsmenn eiga rétt á að fá að minnsta kosti 20 daga orlof á sumartímanum, frá 1. maí til 15. september, og ef það er mögulegt skulu þeir eiga rétt á að taka allt orlofið í heilu lagi þá. Lágmarksorlof fyrir fólk í fullu starfi er 24 dagar. Það er misjafnt hvernig aukinn orlofsréttur ávinnst, á almennum vinnumarkaði gerist það með auknum starfsaldri en á opinbera markaðnum hefur það verið með hækkandi lífaldri.

Nánari upplýsingar um orlofsrétt má finna hér.

Til baka