Félagsaðstaða

Sjúkraliðafélags Íslands býður félagsmönnum að taka á leigu félagsaðstöðu sína. Svæðisdeildir geta einnig fengið salinn á leigu fyrir félagsstarfsemi sína.
Félagsaðstaðan er við Grensársveg 16, gengið er inn baka til.

Salurinn rúmar um 100 manns í standandi veislu og hægt er að halda matarveislur (þar sem lagt er til borðs) fyrir um 70 manns.

Verð kr. 55.000.- um helgar og á almennum frídögum.
Verð kr. 45.000.- virka daga.

Þrif eru innifalin í leiguverði sem og óendurkræft staðfestingargjald að upphæð kr. 10.000.
Umsjónarmaður félagsaðstöðunnar er með leigutaka þann tíma sem salurinn er á leigu og aðstoðar í veislunni. Greiðsla vegna umsjónarmanns er pr. klukkustund 5.000 krónur og er greidd að veislu lokinni.

Afbókun á sal þarf að berast eigi síðar en 10 dögum fyrir leigutíma.

Salur er leigður til kl. 24.00.
Nánari upplýsingar á skrifstofu SLFÍ.

Til baka