Reglur lífeyrisdeildar

1. gr.: Aðild að deildinni
Rétt til aðildar að lífeyrisdeild Sjúkraliðafélags Íslands eiga allir sjúkraliðar sem eru á lífeyri, enda hafi þeir verið félagsmenn er þeir létu af störfum.

2. gr.: Hlutverk deildarinnar
Deildin starfar á landsvísu og fer að lögum félagsins. Deildin setur sér starfsreglur sem staðfestar eru af stjórn félagsins. Verkefni deildarinnar er að sinna félagsstarfi með deildarfélögum.

3. gr.: Kosning stjórnar
Stjórnir deildanna skulu kosnar á aðalfundi til tveggja ára. Endurkjör er heimilt.

Á aðalfundi skal kjósa fimm fulltrúa í stjórn og fimm til vara og skipta þeir með sér verkum. Varamenn skulu einnig boðaðir á stjórnarfundi. 

4. gr.: Kjör formanns, verkefni stjórnarmanna
Formann skal kjósa sérstaklega til tveggja ára en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum.
Formaður boðar stjórnarfundi og aðra fundi deildar. Varaformaður gegnir störfum formanns í forföllum hans. Ritari skal halda gerðabók um ákvarðanir og gerðir stjórnar. Gjaldkeri hefur umsjón með fjármálum deildarinnar.

5. gr.: Aðalfundur
Á tímabilinu 15. september til 31. október skal boða til aðalfundar með minnst þriggja daga fyrirvara. Dagskrá aðalfundar:

  1. Kosning fundarstjóra og annarra starfsmanna.
  2. Skýrsla stjórnar.
  3. Tillögur um breytingar á reglum deildarinnar.
  4. Kosning formanns.
  5. Kosning stjórnar.
  6. Kosning fulltrúa til setu á fulltrúaþingi Sjúkraliðafélags Íslands.
  7. Önnur mál.

6. gr.: Boðun deildarfunda
Deildarfundi skal boða með tilkynningu í viðurkenndum fjölmiðli.

7. gr.: Breyting á reglum
Reglum má aðeins breyta á fulltrúaþingi. Tillögur til breytinga á þessum reglum skulu hafa borist stjórn Sjúkraliðafélags Íslands eigi síðar en sex vikum fyrir fulltrúaþing. Breytingar á reglunum öðlast ekki gildi fyrr en þær hafa hlotið staðfestingu fulltrúaþings Sjúkraliðafélags Íslands, að fenginni umsögn laganefndar félagsins.

Reglur lífeyrisdeildar lagðar fram til samþykktar á stofnfundi deildarinnar í Úthlíð og samþykktar þannig settar 13. október 1998.  Fulltrúaþing 18. maí 2021 og samþykktar þannig breyttar. 

 

Til baka