Svæðisdeildir

Svæðisdeildir félagsins eru níu. Stjórn hverrar svæðisdeildar er ábyrg á sínu svæði og er tengiliður milli félagsmanna og félagsstjórnar og vinnur þau verk sem henni kunna að vera falin af fulltrúaþingi eða félagsstjórn. Hver svæðisdeild innan SLFÍ setur sér lög og kýs sér stjórn. Formenn svæðisdeilda sitja í félagsstjórn SLFÍ.

Sérdeild félagsmanna í einkaþjónustu

Heimilt er með samþykki félagsstjórnar að stofna sérdeildir félagsmanna sem ekki starfa hjá opinberum aðilum, ríki, sveitarfélögum eða sjálfseignarstofnunum sem starfa í almannaþágu samkvæmt lögum, eru á fjárlögum eða njóta fjárframlaga til launagreiðslu úr ríkissjóði. Einstaklingar sem aðild eiga að deildinni hafa öll réttindi og þeim ber að lúta öllum skyldum félagsmanna, en teljast ekki aðilar að BSRB.

Deild sjúkraliða með sérnám

Deild sjúkraliða með sérnám skal vinna að framgangi hjúkrunar, viðurkenningu á aukinni menntun sjúkraliða á viðkomandi sviði. Hún skal vera stjórn félagsins og nefndum til ráðgjafar. Stofnun Deildar sjúkraliða með sérnám, starfsreglur og starfssvið, þarf að hljóta staðfestingu stjórnar félagsins. Fulltrúi deildarinnar á rétt á að sitja fulltrúaþing félagsins sem áheyrnarfulltrúi með málfrelsi og tillögurétt um málefni er varða deildina sérstaklega.

Lífeyrisdeild

Starfssvið deildarinnar og starfsreglur þurfa að fá staðfestingu stjórnar félagsins. Fulltrúi deildarinnar á rétt á að sitja fulltrúaþing félagsins sem áheyrnarfulltrúi með málfrelsi og tillögurétt um málefni er varða deildina sérstaklega.

Til baka