Fræðslusjóðir

Umsóknarferli:

Allar umsóknir eru rafrænar og skal skila inn í gegnum mínar síður. Mikilvægt er að hengja öll viðeigandi gögn við umsóknina áður en hún er send inn. Hægt er að fylgjast með ferli umsóknar á mínum síðum. Upphæðir styrkja miðast við framlagða reikninga og þá er gerð krafa um að þeir séu sannanlega greiddir. Einungis eru veittir styrkir vegna reikninga sem eru í nafni umsækjanda en sjóðurinn greiðir ekki kostnað nema hann hafi sannanlega lagst til af umsækjanda. Ekki er greitt út fyrir greiðslukvittanir sem eru í nafni annarra, t.d. vinnuveitanda. Nema þá með staðfestingu á millifærslu frá umsækjanda inn á greiðandann. Kvittanir mega ekki vera eldri en 12.mán.

  • Styrkhæfni umsókna: Ef viðkomandi vill einungis athuga styrkhæfni áður en lagt er út fyrir kostnaði er hægt að senda fyrirspurn í tölvupósti á slfi@slfi.is.
  • Greiðslur styrkja: Samþykktar umsóknir þar sem öll gögn liggja fyrir eru greiddar út að öllu jöfnu í vikulok.

Samkvæmt lögum um sjúkraliða ber þeim að viðhalda þekkingu sinni í samræmi við þær breytingar er verða innan heilbrigðiskerfisins. Einnig ber þeim að auka þekkingu sína með því að taka nám og eða námskeið er veita hagnýta sem og fræðilega menntun sem eykur gildi starfa sjúkraliða á þeim sviðum sem þeir starfa á. Til þess að koma til móts við þessar þarfir hefur ötult starf fræðslunefndar verið fólgið í því að bjóða upp á það nám og þau námskeið sem hafa þetta að markmiði. Sjúkraliðafélag Íslands hefur lagt áherslu á að sjóðir félagsins komi til móts við það markmið að sjúkraliðar geti menntað sig, haldið heilsu, náð heilsu, slakað á í orlofi og átt möguleika á að gera þetta án þess að fjárhagur komi í veg fyrir slíkt.

Markmið fræðslusjóðanna er að gera sjúkraliðum einfaldara fyrir að sækja sér þekkingu sem tengist starfi þeirra og starfsþróun.

Almennir styrkir og sjúkradagpeningar eru hjá BSRBHægt er að sjá hvaða styrkir eru í boði hér.

Starfsmenntasjóður


Félagsfólk sækir um í gegnum mínar síður.

Til þess að eiga rétt þarf að hafa greitt í sjóðinn samfellt í 6 mán. Rof á aðild getur ekki verið lengri en 6 mán.

Styrkupphæð: 200.000 kr. (hver upphæð sem greidd er út endurnýjast 24 mán síðar)

Skipting upphæðar:

  • 120.000 kr. er hægt að nýta í: símenntun, nám/námskeið, kynnis- og fræðsluferðir og ráðstefnur (innanlands og erlendis). Einnig er hægt að sækja um fyrir ferðakostnaði sem hlýst af ofangreindu td. flug og gisting.
  • 80.000 kr. er hægt að nýta í námskeið án beinnar tengingar við starfið.

Ath. fæðiskostnaður, ferðakostnaður innan borga og sveitarfélaga og launatap er ekki styrkhæft.

Styrkir úr þessum sjóði eru veittir sjúkraliðum til náms eða símenntunar er að jafnaði varða annað hvort starf eða fagsvið félagsmanns. Nám eða námskeið til að auka almenna starfshæfni á sviði tölvutækni og tungumála eru styrkhæf. Nám eða námskeið án beinnar tengingar við starf eru einnig styrkhæf að vissu marki.

Úthlutunarreglur Starfsmenntasjóðs
Starfsreglur Starfsmenntasjóðs

Starfsþróunarsjóður


Félagsfólk sækir um í gegnum mínar síður.

Til þess að eiga rétt þarf að hafa greitt samfellt í sjóðinn í 12 mán. Rof á aðild getur ekki verið lengri en 6 mán.

Styrkupphæð: 400.000 kr. (hver upphæð sem greidd er út endurnýjast 24 mán síðar)

  • Hægt er að nýta styrkinn í: skólagjöld, nám/námskeið, kynnis- og fræðsluferðir og ráðstefnur (innanlands og erlendis). Einnig er hægt að sækja um fyrir ferðakostnaði sem hlýst af ofangreindu; td. flug og gisting.

Ath. fæðiskostnaður, ferðakostnaður innan borga og sveitarfélaga og launatap er ekki styrkhæft.

Tilgangur og markmið sjóðsins er annars vegar að efla starfsþróun sjúkraliða með það fyrir augum að þeir verði færari til að takast á við sífellt fjölbreyttari verkefni og hins vegar að auka möguleika stofnana á að þróa starfsvið sitt þannig að það samræmist þeim kröfum sem gerðar eru til stofnana á hverjum tíma.

Markmiði sínu hyggst sjóðurinn ná með því að styrkja sjúkraliða til frekari menntunar og starfsþróunar og stofnanir ríkisins til framþróunar á sama grunni. Einnig styrkir sjóðurinn fræðslu- og þróunarverkefni hjá þeim aðilum og stofnunum sem að sjóðnum standa og fjármagnar þau verkefni sem sjóðsstjórn skipuleggur. Um styrkkúthlutanir fer eftir nánari reglum sem stjórn sjóðsins setur.

Úthlutunarreglur Starfsþróunarsjóðs

Sækja um styrk:

Umsóknareyðublað fyrir Starfsþróunarsjóð fyrir stofnanir og vinnuveitendur.

Fræðslusjóður


Greiðendur í sjóðinn eru:

  • Ríkissjóður
  • Reykjavíkurborg

Fræðslusjóðurin skal styðja stofnanir til framþróunar. Stuðla að markvissri símenntun sjúkraliða í þeim tilgangi að geta tekist á við ný og breytileg verkefni. Einnig að auka möguleika stofnana til að þróa starfsemi sína í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til starfseminnar. Samstarf við önnur stéttarfélög opinberra starfsmanna eða fræðslusetur/starfsþróunarsjóði er eitt af markmiðum sjóðsins.

Reglur Fræðslusjóðs

Sækja um styrk:

Umsóknareyðublað fyrir Fræðslusjóð fyrir Ríkissjóð og Reykjavíkurborg.

Til baka