Fræðslusjóðir

Allar umsóknir eru rafrænar og skal skila inn í gegnum mínar síður. Mikilvægt er að hengja öll viðeigandi gögn við umsóknina áður en hún er send inn. Upphæðir styrkja miðast við framlagða reikninga. Gerð krafa um að reikningar séu sannanlega greiddir. Einungis eru veittir styrkir vegna reikninga sem eru í nafni umsækjanda en sjóðurinn greiðir ekki kostnað nema hann hafi sannanlega lagst til af umsækjanda. Samþykktar umsóknir þar sem öll gögn liggja fyrir eru greiddar út að jafnaði í vikulok.

Starfsþróunarsjóður: Félagsmaður getur að hámarki fengið 400.000 kr. samtals í styrk á 24 mánaða tímabili. Hægt er að nýta styrkinn í: skólagjöld, nám/námskeið, kynnis- og fræðsluferðir og ráðstefnur (innanlands og erlendis). Einnig er hægt að sækja um fyrir ferðakostnaði sem hlýst af ofangreindu; td. flug og gisting. Úthlutunarreglur Starfsþróunarsjóðs og hér eru starfsreglur Starfsþróunarsjóðs

Starfsmenntasjóður: Félagsmaður getur að hámarki fengið 200.000 kr. samtals í styrk á 24 mánaða tímabili. Heimilt er að nýta að hámarki 80.000 kr. af þeirri fjárhæð vegna námskeiða ótengt starfinu. Hver upphæð sem greidd er út endurnýjast 24 mán síðar. Úthlutunarreglur Starfsmenntasjóðs og hér eru starfsreglur Starfsmenntasjóðs

Starfsþróunarsjóður styrkir fræðslu- og þróunarverkefni hjá þeim aðilum og stofnunum sem að sjóðnum standa og fjármagnar þau verkefni sem sjóðsstjórn skipuleggur. Um styrkkúthlutanir fer eftir nánari reglum sem stjórn sjóðsins setur. Hér má nálgast umsóknareyðublað fyrir Starfsþróunarsjóð fyrir stofnanir og vinnuveitendur.

Fræðslusjóður styður stofnanir og verkefni til framþróunar sem stuðla að markvissri símenntun sjúkraliða. Einnig til að auka möguleika stofnana til að þróa starfsemi sína í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til starfseminnar. Samstarf við önnur stéttarfélög opinberra starfsmanna eða fræðslusetur er eitt af markmiðum sjóðsins. Umsækjendum er bent á að hafa samband við skrifstofu félagsins þegar sótt er um í sjóðinn, eða senda beiðni á netfangið slfi@slfi.is 

Stjórn Starfsþróunarsjóðs og Fræðslusjóðs er skipuð sex fulltrúum, þremur frá Sjúkraliðafélagi Íslands, tveimur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og einum frá Reykjavíkurborg, þau eru:

  • Sandra B. Franks, formaður
  • Kristín Ólafsdóttir
  • Lára María Valgerðardóttir
  • Einar Mar Þórðarson
  • Stefanía Sigríður Bjarnadóttir
  • Íris Jóhannsdóttir

Varamenn

  • Birna Ólafsdóttir
  • Hulda Birna Frímannsdóttir
  • Halldóra Friðjónsdóttir
  • Ellisif Tinna Víðisdóttir

Stjórn Starfsmenntasjóðs er skipuð framkvæmdastjórn ásamt starfsmanni skrifstofu sem fer með fræðslumál félagsins, þau eru: 

  • Sandra B. Franks, formaður
  • Lára María Valgerðardóttir
  • Hafdís Dögg Sveinbjarnardóttir 
  • Magnús E. Smith
  • Bjarney K. Haraldsdóttir

Til baka