Skipulag

Framkvæmdastjórn


Framkvæmdastjórn annast framkvæmd á ákvarðanatökum fulltrúaþings og félagsstjórnar auk þess að sjá um daglegan rekstur félagsins í umboði félagsstjórnar. Fundir framkvæmdastjórnar eru að jafnaði haldnir aðra hverja viku. Framkvæmdastjórn skipa formaður sem kjörinn er til þriggja ára, varaformaður, gjaldkeri og ritari, auk tveggja til vara sem kjörnir eru til tveggja ára í senn.

 • Sandra B. Franks, formaður
 • Lára María Valgerðardóttir, varaformaður
 • Hafdís Dögg Sveinbjarnardóttir
 • Magnús Einarsson Smith

Varafulltrúar:

 • Áslaug Steinunn Kjartansdóttir
 • Elísa Finnsdóttir

Félagsstjórn


Félagsstjórn skipa formenn svæðisdeilda auk framkvæmdastjórn. Formaður félagsins stýrir fundum sem að jafnaði eru haldnir ársfjórðungslega.

Félagsstjórn fer með málefni félagsins á milli fulltrúaþinga og hefur rétt til að skjóta ágreiningsmálum sínum til næsta fulltrúaþings, sem fellir fullnaðarúrskurð í málinu. Verkefni félagsstjórnar eru margvísleg, m.a. að koma fram sem málsvari félagsins, skipuleggja innra starf og fræðslu, auk þess að sinna menningarstarfsemi félagsins. Félagsstjórn fylgjast með rekstri og framgangi svæðisdeildanna og styður við starfsemi þeirra, miðlar upplýsingum af starfi sínu og annarra svæðisdeilda.

 • Sandra B. Franks, formaður
 • Lára María Valgerðardóttir, varaformaður
 • Hafdís Dögg Sveinbjarnardóttir, fulltrúi í framkvæmdastjórn
 • Magnús Einarsson Smith, fulltrúi í framkvæmdastjórn
 • Hulda Birna Frímannsdóttir, formaður Svæðisdeildar höfuðborgarsvæðisins
 • Inga Lilja Sigmarsdóttir, formaður Vesturlandsdeildar
 • Linda Björk Óskarsdóttir, formaður Vestfjarðadeildar
 • Ásta Karen Jónsdóttir, formaður Norðurlandsdeildar vestri
 • Kristín Helga Stefánsdóttir, formaður Norðurlandsdeildar eystri
 • Helga Sigríður Sveinsdóttir, formaður Suðurlandsdeildar
 • Svava Hlín Hákonardóttir, formaður Austurlandsdeildar
 • Ásdís Emilía Björgvinsdóttir, formaður Vestmannaeyjadeildar
 • Steinunn Bára Þorgilsdóttir, formaður Suðurnesjadeildar
 • Áslaug Steinunn Kjartansdóttir, varafulltrúi í framkvæmdastjórn
 • Elísa Finnsdóttir, varafulltrúi í framkvæmdastjórn

Trúnaðarmannaráð og kjörnir trúnaðarmenn


Trúnaðarmannaráð Sjúkraliðafélags Íslands er skipað framkvæmda- og félagsstjórn félagsins auk kjörinna félagsmanna sem kosnir hafa verið til trúnaðarstarfa fyrir félagið ásamt þeim félagsmönnum sem kosinn hefur verið til trúnaðarstarfa samkvæmt V. kafla laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og  samkomulagi Sjúkraliðafélags Ísland og fjármálaráðherra  frá 8. desember 1992.

Trúnaðarmaður skal kosinn til tveggja ára. Rafræna tilkynningu um kjör trúnaðarmanns skal senda á þar til gerðu formi til skrifstofu félagsins að loknu kjöri. Formaður félagsins er einnig formaður trúnaðarmannaráðs og ritari félagsins ritari þess.

Formaður kveður trúnaðarmannaráð til fundar að jafnaði einu sinni á ári síðla árs og með þeim hætti sem hann telur heppilegast. Formaður getur þó kallað trúnaðarmannaráð oftar til fundar telji hann þörf á því. Þá er formanni skylt að kalla trúnaðarmannaráðið saman ef a.m.k. 25% trúnaðarmanna krefjast þess skriflega og tilgreina fundarefni. Formaður boðar til fundar með dagskrá og standa fundir trúnaðarmannaráðs að jafnaði yfir í einn dag.

Handbók trúnaðarmanna  má finna hér.

Formlegt samstarf


BSRB – eru samtök opinberra starfsmanna á Íslandi. Samtökin eru skipuð stéttarfélögum starfsmanna í almannaþjónustu hjá ríki, sveitarfélögum og á almennum vinnumarkaði. Bandalagið var stofnað 14. febrúar 1942. Í dag eru aðildarfélög BSRB 19 talsins og er fjöldi félagsmanna rúmlega 23.000.

Hlutverk BSRB er að fara með forystu í hagsmuna- og réttindabaráttu starfsmanna í almannaþjónustu hjá ríki, sveitarfélögum og á almennum vinnumarkaði gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum og stuðla að bættu velferðarsamfélagi. Bandalagið fer með samningsrétt í sameiginlegum málum félaganna og þeim sem því er falið hverju sinni. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands á sæti í stjórn BSRB og er hann einnig formaður heilbrigðisnefndar BSRB. Þá sækja félagsmenn aðalfundi og þing BSRB og ræðst fjöldi fulltrúa á aðalfundi og þing af fjölda félagsmanna Sjúkraliðafélagsins.

EPN – Félagið er aðili að The European Council of Practical Nurses, sem stuðlar að efla sameiginlega hagsmuni á starfssviði sjúkraliða í Evrópu. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands á sæti í stjórn EPN. Félagið hefur rétt á að senda þrjá fulltrúa á aðalfundi samtakanna.

Til baka