Fréttir

Stofnanasamningur SLFÍ og HVE undirritaður

7 des. 2021

Undirritaður hefur verið stofnanasamningur Sjúkraliðafélags Íslands og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands um forsendur röðunar starfa hjá HVE.
Samkomulagið byggir á kjarasamningi fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs annars vegar og Sjúkraliðafélags Íslands hins vegar, með gildistíma frá 1. janúar 2022.

Helstu breytingar í stofnanasamningnum eru í samræmi við áherslur félagsins er varða menntun og símenntun sjúkraliða. Nú geta sjúkraliðar fengið fimm þrep fyrir símenntun og jafnframt er gerð grein fyrir að sjúkraliði með diplómapróf mun raðast í launaflokk 29 – 0.

Það sem kom nýtt inn eða uppfærðist í stofnanasamningnum;

• Nemalaun hækka um tvo launaflokka í nýju launatöflunni
• Byrjunarlaun hækka um tvo launaflokka í nýju launatöflunni (sjúkraliði A)
• Laun sjúkraliða B hækka um tvo launaflokka
• Sjúkraliði S hækkar um eitt þrep
• Inn kemur sértæk launaröðun fyrir sjúkraliða með diplómapróf (Lfl. 29)
• Greiddur verður yfirvinnutími til þeirra sjúkraliða sem fara á milli deilda á vakt á ákveðnum tímum
• Inn kemur fimmta símenntunarþrepið og hækka sjúkraliða um þrep eftir 60 – 120 – 180 – 240 – 300 námskeiðsstundir
• Sjúkraliðar sem taka að sér sérstök verkefni fá eitt til þrjú þrep til viðbótar


Til baka