Fréttir

Símenntun á haustönn

24 ágú. 2021

Opnað hefur verið fyrir skráningu á námskeið á haustönn 2021 á vefsíðu Framvegis, www.framvegis.is, en einnig er hægt að skrá sig í síma 581 1900.

Hægt er að kynna sér námskeiðin sem verða í boði á blaðsíðu 33 í júní hefti tímaritsins Sjúkraliðanum.

Sjúkraliði hefur rétt á að stunda viðurkennt sérnám varðandi starf sitt eða sækja framhalds- eða endurmenntunarnámskeið og skal hann halda föstum launum með fullu vaktaálagi meðan slíkt nám varir.

Nánari upplýsingar um símenntun og framhaldsnám er að finna hér. Upplýsingar um menntasjóði félagsins er að finna hér.

Til baka