Fréttir

Samið við Landspítala

7 jún. 2013

photo 1

 

Sjúkraliðafélag Íslands undirritaði nýjan stofnanasamning við Landspítala í dag. 

Samningurinn var unninn samkvæmt ákvörðun fyrrverandi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur um að jafna kynbundinn launamun.

Fyrsta skrefið í þeirri viðleitni er tekið með því að hækka laun kvennastétta innan heilbrigðisþjónustunnar um  4,8%. 

Sjúkraliðafélag Íslands lagði einnig fram mótmæli í fundargerð samstarfsnefndar, þar sem mismunun milli sétta innan Landspítalans var viðhöfð með því að háskólastéttir skyldu fá allt að 7% launahækkun.

Félagið áskilur sér rétt til að sækja leiðréttingu á þessum mun í næstu kjarasamningum. 

 

Sjá nýjan stofnanasamning

Til baka