Útgáfa

Sjúkraliðafélag Íslands sendir félagsmönnum sínum ýmsar upplýsingar í formi fréttabréfs, sem gefið er út um það bil fjórum sinnum á ári.

Handbók trúnaðarmanna hefur verið gefin út og eins kjarasamningar og fleira sem nauðsynlegt er til þess að halda félagsmönnum upplýstum. Þá hafa verið gefnir út bæklingar til þess að kynna störf og nám sjúkraliða fyrir ungum einstaklingum sem huga að námi eftir að grunnskóla lýkur og einnig almennur kynningarbæklingur um nám og störf sjúkraliða fyrir þá sem áhuga hafa á að mennta sig til þessara starfa.

Vaktabók er gefin út árlega og send til félagsmanna og þykir mörgum hverjum sú bók ómissandi verkfæri í sjúkraliðastarfinu.

Til baka