Launatengd gjöld

Stéttarfélagsgjald SLFÍ
Félagsgjald sjúkraliða til Sjúkraliðafélags Íslands er 1,4% af öllum launum.

Starfsmenntasjóður SLFÍ
Til Starfsmenntasjóðs SLFÍ greiðir ríkið  0,32% af öllum launum. SFV greiðir 0,32%. Sveitarfélögin og Reykjavíkurborg  greiða hinsvegar 0,30% af öllum launum. Sjóðurinn er til húsa Grensásvegi 16, 108 Reykjavík.  Styrkir úr sjóðnum til sjúkraliða eru afgreiddir á skrifstofu Sjúkraliðafélagsins Grensásvegi 16.

Starfsþróunarsjóður SLFÍ
Til Starfsþróunarsjóðs félagsins greiðir ríkið 0,35%  af öllum launum, SFV greiðir 0.65% af öllum launum. Sveitarfélögin greiða 0.60% í Starfsþróunarsjóð og Reykjavíkurborg greiðir 0.45% af öllum launum. Í bókun 3 með samningi félagsins við Reykjavíkurborg er samkomulag um 0.30% í viðbót á framlagi,  en því skuli ráðstafað í samráði við félagið.

Orlofsheimilasjóður SLFÍ
Iðgjald atvinnurekanda til Orlofsheimilasjóðs SLFÍ er 0,50% af öllum launum hjá Ríki og SFV, hjá Reykjavíkurborg er 0,50% af öllum launum frá 1.janúar 2017. Sveitarfélögin greiða 0.65% í Orlofsheimilasjóð frá 1. júní 2016.

Endurhæfingarsjóður (Greitt til Lífeyrissjóðs)
Framlag atvinnurekanda til Endurhæfingarsjóðs er frá 1. janúar  2016, 0,10% af öllum launum sjúkraliða.

Fjölskyldu og styrktarsjóður BSRB (Allir atvinnurekendur greiða í þennan sjóð)
Gjald til Fjölskyldu- og styrktarsjóðs opinberra starfsmanna er 0,75%, greitt af öllum launum. Umsjónarmaður sjóðsins er Ólafur B. Andrésson. Sjóðurinn er í húsnæði BSRB að Grettisgötu 89,
105 Reykjavík, sími 525 8380.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
Til A deildar LSR greiðir atvinnurekandi 11,5% en launþegi 4% af  öllum launum. Til B deildar  LSR greiðir atvinnurekandi 8% en launþegi greiðir 4%. Greitt er til B deildar LSR af föstum mánaðarlaunum, vaktaálagi og orlofs- og desemberuppbót. Til þess að starfsmenn öðlist rétt til aðildar að Lífeyrissjóðum ríkisstarfsmanna þarf atvinnurekandi að ganga frá kjarasamningi við stéttarfélag opinberra starfsmanna. Heimilisfang LSR er Engjateigi 11, 105 Reykjavík, sími 510 6100.

Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga
Starfar eftir sömu meginreglum og LSR. Sjóðurinn býður upp á  valmöguleika sem sjóðsfélagar þurfa að kynna sér. Iðgjöld til sjóðsins  eru  12%  framlag atvinnurekanda  og 4% framlag launþega. Atvinnurekandi greiðir til B deildar Lífeyrissjóðs Reykjavíkur 8% og starfsmaður 4% af föstum mánaðarlaunum, vaktarálagi og orlofs- og desemberuppbót. Heimilisfang sjóðsins er Sigtún 42, 105 Reykjavík, sími 540 0700.

Framlag í séreignasjóð
Greiði starfsmaður  í séreignasjóð 2 eða 4% greiðir vinnuveitandi viðbótarframlag  2% á móti framlagi inn á þann reikning eða sjóð sem starfsmaðurinn hefur treyst til að ávaxta séreignarframlag sitt.

Kjarasamningsbundnar tryggingar
Launagreiðandi þarf að kaupa tryggingu hjá tryggingafélagi m.t.t. ákv. 7. kafla um tryggingar skv. kjarasamningi félagsins. Samkvæmt honum eru starfsmenn tryggðir vegna örorku eða dauða sem hlýst af slysförum, hvort heldur það gerist í eða utan starfs.   Tryggingakaflinn í samningi félagins við fjármálaráðherra og þeirra sem eru með hliðstæðan samning við félagið  breyttist 1. júní 2005, skv. honum  hækkuðu bætur verulega vegna slyss í starfi og/eða á beinni leið til og frá vinnu.

Atvinnurekanda ber að greiða af félögum í Sjúkraliðafélagi Íslands. Sett hefur verið á stofn bókunar- og innheimtumiðstöð sem mun annast móttöku skilagreina fyrir félög innan BSRB.  Greiða ber öll gjöld inn á reikning hjá Íslandsbanka, reikningsnúmer 0516-04-760468, kennitala 440169-0159.  Farið er fram á að skilagreinar séu á rafrænu formi. BSRB tekur við skilagreinum og nánari upplýsingar veitir Björg Geirsdóttir hjá BSRB sími 525-8317, netfang. bjorg@bsrb.is 

Ákvörðun félagsgjalda
28. fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Íslands samþykkti að stéttarfélagsgjöld sjúkraliða verði óbreytt frá fyrra ári 1,4% og að hámarki 93.000 kr. árið 2019.

Til baka