Fréttir

Sjúkraliðar á Landspítala funda

17 sep. 2012


alt


Sjúkraliðar samþykktu ályktun einróma á fjölmennum fundi á Landspítala í dag 

 

 

Sjúkraliðar hafa ásamt öllu starfsfólki á LSH tekið þátt í gríðarlega erfiðum niðurskurði á rekstri Landspítalans á síðastliðnum fjórum árum. Starfsfólk spítalans hefur tekið á sig auknar byrðar, launaskerðingu og gífurlegt viðbótarálag.  Allt hefur þetta verið gert undir dyggri forystu forstjóra spítalans sem hvatt hefur starfmenn til dáða og lofað framgang þeirra í ræðu og riti. 

Með ákvörðun sinni um ríkulega hækkun launa forstjórans, sem voru ærin fyrir, hefur velferðarráðherra lagt í rúst þá samstöðu sem ríkt hefur meðal starfsmanna, sem hafa með blóði, svita og tárum náð að spara í rekstri stofnunarinnar.

Fundurinn krefst þess að launhækkun þess manns sem leitt hefur niðurskurðinn innan Landspítalans verði dregin til baka eða viðlíka hækkanir nái til starfsmanna sem tekið hafa þátt í því erfiða verkefni að vera heilbrigðisstarfsmaður á Íslandi á síðastliðnum árum. Ef ekki þá afsalir þú þér herra forstjóri þessari launahækkun til að koma í veg fyrir að öll sú vinna sem starfsmenn LSH hafa lagt á sig á síðastliðnum árum verði gerð hlægileg.

Fundurinn krefst fundar með öllum starfsmönnum LSH, velferðarráðherra og forstjóra spítalans sem fyrst.

 

Til baka