Sjúkraliðar samþykkja verkfallsboðun

Á kjörskrá sjúkraliða hjá ríkinu voru 1130. Samtals kusu 858 eða 76%.
Niðurstaðan var sú að 89,41% samþykktu boðaða verkfall, en 5,82% greiddu atkvæði gegn samþykkt þess og 4,77% tóku ekki afstöðu.

Á kjörskrá hjá Akureyrarbæ voru 79. Samtals kusu 63 eða 79,7%.
90,48% sjúkraliða hjá Akureyrarbæ samþykktu boðað verkfall, 3,17% greiddu gegn samþykkt boðaðs verkfalls og 6,35% tóku ekki afstöðu.

Verkföll meðal sjúkraliða verða með eftirtöldum hætti:
LSH og HSN eftirtalda daga og síðar allsherjarverkfall
9. og 10. mars, á morgunvöktum (7.00 – 16.00)
17. og 18. mars, á morgunvöktum (7.00 – 16.00)
24. og 26. mars, á morgunvöktum (7.00 – 16.00)
31. mars og 1. apríl á morgunvöktum (7.00 – 16.00)
Frá og með 15. apríl hefst síðan allsherjarverkfall á öllum stofnunum ríkisins (hjá öllum sjúkraliðum sem starfa hjá ríkinu, hafi samningar ekki náðst) og er allan sólarhringinn þar til samningar nást.

Sjúkraliðar sem eru starfsmenn Akureyrarbæjar verða í verkföllum með eftirfarandi hætti:
9. mars, frá kl. 8.00 og fram til miðnættis 10. mars
17. mars frá kl. 8.00 og fram til miðnættis 18. mars
24. mars allan sólarhringinn
26. mars allan sólarhringinn
Allsherjarverkfall hefst kl. 8.00 þann 15. apríl. Þegar allsherjarverkfall hefst þá er verkfall á öllum deildum allan sólarhringinn.

Sjúkraliðanemar þegar verkfall stendur yfir

  • Þeir sem eru að læra sjúkraliðann, en eru að vinna t.d. á hjúkrunarheimilum og eru í öðrum verkalýðsfélögum – ekki í verkfalli
  • Þeir sjúkraliðanemar sem eru í vinnustaðanámi á vegum skólanna og fylgja leiðbeinanda – fara í verkfall.
    Þeir sjúkraliðar sem eru að störfum í verkfalli, starfa skv. 19. grein/ undanþágulista. Þeir starfa við nauðsynlegustu öryggisgæslu og heilbrigðisþjónustu.
  • Þeir sjúkraliðanemar sem eru í starfsþjálfun á vegum skólanna, taka laun skv. kjarasamningi Sjúkraliðafélags Íslands – fara í verkfall

 

 

Til baka