Fréttir

Samtök um sjúkdóminn endómetríósu eða legslímuflakk, halda ráðstefnu 15. september nk.

5 sep. 2012

alt


Þann 15. september nk verður haldin ráðstefna um sjúkdóminn endómetríósu eða legslímuflakk.

Samtök um endómetríósu voru stofnuð árið 2006 til að vekja athygli á þessum króníska sjúkdómi sem leggst á 10% kvenna á barnsburðaraldri.

Því miður er staðan sú að greiningartími er að meðaltali átta ár vegna vanþekkingar á sjúkdómnum meðal almennings og heilbrigðisstétta.

Helstu einkenni legslímuflakks geta verið óeðlilega miklir verkir, mest í kviðarholi og baki, vandkvæði með þvag og hægðir, ófrjósemi, verkir við kynlíf, kvíði, streita, þunglyndi og svo margt annað.

Sjúkraliðar eru hvattir til að mæta á ráðstefnuna og kynna sér sjúdkóminn.

Sjúkdómurinn hefur gríðarleg áhrif á líkamlega, andlega og félagslega líðan endó-kvenna og því mikilvægt að minnka vanþekkingu og koma í veg fyrir fordóma

Heimasíðan samtakanna er www.endo.is 


Sjá dagskrá 

Til baka