Úthlutunarreglur

1.   Aðeins er úthlutað einni viku til umsækjanda hverju sinni.

2.   Úthlutun utan mesta álagstíma í maí og september, skerða rétt sjúkraliða til orlofsdvalar í húsum félagsins minna en í júní, júlí og ágúst. (Sjá reglur um punktafrádrátt á umsóknareyðublaði.) 

3.  Félagsmenn í stéttarfélagi sjúkraliða, sem greitt er fyrir í orlofssjóð ganga fyrir úthlutun orlofshúsanna. (Atvinnurekandi, Ríki og SFV greiða 0,50% í orlofssjóð félagsins, Reykjavíkurborg 0.30% og Sveitarfélög 0.65% af launum sjúkraliða).

4.   Skuldlausir fagfélagar eiga kost á að sækja um óúthlutað orlofshús.

5.   Leigutaki er ábyrgur fyrir húsi og húsbúnaði, sem hann hefur fengið úthlutað.

6.   Leigutaki er beðinn um að láta skrifstofu félagsins vita ef eitthvað hefur farið úrskeiðis í húsunum eða vantar á búnað þess. Lyklum ber að skila strax að leigu lokinni.

7.   Sumardvalarstaðir félagsins eru leigðir yfir sumartímann frá föstudegi til föstudags og ber leigjanda að rýma húsnæðið í síðasta lagi kl. 15:00, eftir þann tíma getur nýr leigjandi gert ráð fyrir að komast að.

8.   Hótelmiðar.

Edduhótel: Félagsmenn geta keypt sér allt að sjö gistimiða á Hótel Eddu, sem eru víðsvegar um landið. Miðinn gildir sem fullnaðargreiðsla fyrir tveggja manna herbergi, með handlaug, án morgunverðar. Greiða þarf viðbót fyrir herbergi með baði. 

Fosshótel: Félagsmenn geta keypt sér allt að sjö gistimiða sem  gilda fyrir gistingu í tveggja manna herbergi (alltaf með baði) ásamt morgunverði.

9.    Bannað er að hafa hunda eða önnur gæludýr með sér í orlofshúsin nema Sigurhæð, Úthlíð og Holtalandi 7, Akureyri. Félagsmenn eru vinsamlegast beðnir að gæta þess komi hundur eða önnur húsdýr í heimsókn að láta þau ekki leggjast í stóla eða önnur húsgögn. Örlítil óaðgæsla gæti eyðilagt dvöl næsta húsráðanda, barna hans eða gesta. Margir hafa alvarlegt ofnæmi fyrir hárum dýra, sem valda þeim útbrotum og/eða andþrengslum.

Gistivinir félagsins sem reykja eru vinsamlegast beðnir um að reykja utandyra og taka með því tillit til hinna sem ekki reykja og jafnvel hafa ofnæmi fyrir tóbaki og/eða reyklykt.

Skilum af okkur húsunum eins og við hefðum sjálf viljað taka við þeim.

Til baka