Fréttir

Orðsending til allra félagsmanna í Sjúkraliðafélagi Íslands

11 sep. 2015

11947887 982706348460491 2862315167618011264 o

Sjúkraliðafélag Íslands, SFR- stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna efna til baráttu- og kynningarfundar þriðjudaginn 15. september, kl. 17.00 í Háskólabíói. 
Ekkert hefur þokast í samningsátt í viðræðum stéttarfélaganna við samninganefnd ríkisins og eftir síðasta fund sá ríkissáttasemjari ekki ástæðu til að boða til nýs fundar. Í ljósi þessarar erfiðu stöðu var ákveðið að halda BARÁTTUFUND, þ.s. farið verður yfir stöðuna og baráttuandinn efldur.
Það eru ALLIR sjúkraliðar hvattir til að mæta, því að á meðan ekki nást samningar við ríkið, semja aðrir samningsaðilar ekki við félögin.
Sjúkraliðar eru hvattir til að mæta í vinnuskrúða og eða hvítri flíspeysu merktri félaginu.

Opnuð hefur verið facebook síða vegna þeirrar baráttu sem framundan er undir nafninu „Barátta 2015“ og að sjálfsögðu verða áfram sendar út kjara-/baráttufréttir frá félaginu.
Einnig verið opnuð síða á Tvitter ‪#‎baratta2015‬
Formaður og framkvæmdastjóri SLFÍ hafa verið með vinnustaðafundi þar sem farið hefur verið yfir málin og munu halda því áfram og eru trúnaðarmenn beðnir um að vera í sambandi við skrifstofu félagsins ef óskað er eftir slíkum fundum.

Til baka