Fréttir

Nuddnámskeið hjá Gunnari L. Friðrikssyni, sjúkraliða og nuddara

13 ágú. 2013

Gunnar L. Friðriksson copy copy copy

 

Nuddnámskeið haust 2013


Hef verið með námskeið í klassísku vöðvanuddi og svæðanuddi síðustu ellefu ár
.

Hvert námskeið er 18 kennslustundir og eru haldin á þriðjudögum og miðvikudögum milli kl. 16 og 19 og stendur yfir í tvær vikur þ.e. fjögur skipti.  

Einnig hef ég farið út á landsbyggðina og haldið helgarnámskeið.

Næstu námskeið verða sem hér segir:


Svæðanudd

15.– 16. og 22. – 23. október

Í svæðanuddi er farið inn á öll kerfi líkamans gegnum iljar, rist og ökkla. Á námskeiðinu er farið í gegnum hugmyndafræði og sögu svæðanudds og verklega kennslu. Eftir námskeiðið á fólk að geta nuddað heilnudd í svæðanuddi sjálfstætt.  Verð á námskeiðið er 26.000 kr. Innifalið í námskeiðinu er kennslumappa, plakat með svæðum fóta og dvd diskur sem tekinn var upp á námskeiði hjá mér nemendum  til stuðnings.


Klassískt vöðvanudd

Fyrsta námskeið: 1. – 2. og 8. – 9. október

Annað námskeið: 29. – 30. október og 5. – 6. nóvember

Þriðja námskeið: 12. – 13. og 19. – 20. nóvember

Í klassísku vöðvanuddi er kennt að nudda bak, háls og höfuð og andlit.
Hámarksfjöldi nemenda á hvert námskeið er takmarkaður við 6 manns til að hægt sé að leiðbeina hverjum og einum sem best. Verð á hvert námskeið er 26.000 kr. Innifalið í námskeiðinu er DVD kennslumyndband, kennslumappa og olíubrúsi með ilmolíum.

Víða taka verkalýðsfélög þátt í kostnaði við námskeiðin. Hafið samband og fáið nánari upplýsingar í síma 822 0727 eða  gunnar@dao.is


Til baka