Fréttir

Greiðsluþátttökukerfið – reynsla af fyrsta árinu

28 jún. 2018

VEL í Skógarhlíð copy

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa tekið saman skýrslu um greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu sem tók gildi 1. maí 2017. Þær breytingar sem þá komu til framkvæmda eru einar mestu breytingar sem gerðar hafa verið í áraraðir á greiðsluþátttöku fyrir heilbrigðisþjónustu. Með kerfinu eru m.a. settar skorður við háum útgjöldum fólks sem þarf mikið á heilbrigðisþjónustu að halda. Upplýsingar um kerfið og hvernig það virkar eru á vef Sjúkratrygginga Íslands.

 

Henný Hinz

 Í viðtali við Henný Hinz, deildarstjóra hagdeildar ASÍ, sem birt var í júníblaði Sjúkraliðans, kemur fram að aldraðir og öryrkjar sem þurfa bæði meðferð með lyfjum og annarri heilbrigðisþjónustu geta þurft að greiða um 131.700 krónu á ársgrundvelli eftir breytingar á greiðsluþátttökukerfinu.

 

 

Helstu breytingar sem felast í nýja kerfinu eru:

   – Tvö aðskilin greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf og
     heilbrigðisþjónustu

   – Þjálfun fellur undir nýja kerfið en sálfræðingar ekki.

   – Hámark er sett á kostnað fyrir þá þætti sem eru innan
     kerfisins.

   – Hámark er á kostnað innan mánaða og árs.

   – Tímasetning veikinda skiptir ekki lengur máli.

   – Greiðsluhópar eru einfaldaðir og samræmdir.

   – Sérstakt tillit er tekið til barna.

   – Grunnur er lagður að þjónustustýring með
      tilvísanakerfi.

   – Þak er sett á kostnað.

 

Linkur á skýrsluna: Breytt greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu, úttekt á fyrsta árinu eftir gildistöku.

 

Til baka