Fréttir

Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Íslands

14 feb. 2018

frettir 

 

Ágæti sjúkraliði

Vegna undirbúnings að kosningu í formannskjöri til Sjúkraliðafélagi Íslands hefur félagið hafið undirbúning að kjörskrá.

Samkvæmt lögum Sjúkraliðafélags Íslands eru þeir kjörgengir, sem hafa skráð  sig í félagið og lagt inn leyfisbréf gefið út af Landlæknisembættinu.

Úr lögum félagsins

“4. gr.: Innganga í félagið

Einstaklingur sem óskar aðildar að félaginu skal sanna stjórn félagsins réttindi sín með framlagningu leyfisbréfs útgefnu af Landlæknisembættið, eða með öðrum gögnum sem stjórnin metur gild. Halda skal aukaskrá yfir sjúkraliða sem starfa samkvæmt kjarasamningum félagsins, störf sem gefa þeim rétt til aðildar og greiða félagsgjöld, en hafa ekki óskað eftir inngöngu í félagið. Réttindi starfsmanna sem öðlast aðild að félaginu með þessum hætti skulu vera þau sömu og aukameðlima, samkvæmt 6. gr.

6. gr.: Aukaaðild

Nemum er heimilt að gerast aukameðlimir að félaginu meðan á námi stendur. Aukameðlimir hafa tillögu­ og málfrelsi, án atkvæðisréttar um málefni félagsins, nema annað sé ákveðið. Aukameðlimir sem greiða félagsgjöld til SLFÍ af launum skulu njóta fyrirgreiðslu félagsins varðandi meðferð og túlkun kjarasamninga, réttindamál og félagslega þjónustu.

43. gr.: Kosning formanns

Formaður félagsins skal kosinn í allsherjaratkvæðagreiðslu. Á kjörskrá og með kosningarétt eru allir félagsmenn Sjúkraliðafélags Íslands. Ef fleiri en einn er í kjöri og fá sama atkvæðamagn skal hlutkesti ráða úrslitum.”

Samkvæmt lögunum þarf að miða kjörskrá við félagatal Sjúkraliðafélags Íslands í þeim mánuði sem allsherjaratkvæðagreiðslan fer fram.
Sért þú í vafa um að þú hafir skráð þig í félagið ert þú beðinn um að setja þig í samband við Sigríði Ríkharðsdóttur sigga@slfi.is og fá það staðfest svo að þú getir lagfært það og komið þér inn á kjörskrána.

Til baka