Fréttir

Vanhugsun stjórnenda Landspítala

16 nóv. 2017

mai

 

Það er ótrúleg vanvirðing sem yfirstjórn Landspítala sýnir því starfi sem unnið er á Landspítalanum af fjölmörgum stéttum sem þar starfa við ótrúlega erfiðar aðstæður, þegar tekin er út ein stétt og tönglast endalaust á skortinum á henni. 
Ég tel það mikla vanþekkingu í mannauðsstjórnun eða alvarlegan skort á stjórnkænsku að gera sér ekki grein fyrir að með þessu er verið að kveikja elda við þær púðurtunnur sem þar hafa hlaðist upp vegna þreytu, veikinda, reiði, erfiði starfsins og vanmáttar sem hlotist hefur af langvarandi undirmönnun og í sumum tilfellum stjórnleysis. 
Gríðarlegur og viðvarandi skortur hefur verið á sjúkraliðum sem starfað hafa í algjörri undirmönnun í mjög langan tíma og eru við það að bugast þ.e. þeir sem enn eru eftir í starfi og slík einsleit umræða yfirmanna eykur ekki baráttuþrekið eða eflir starfsandann. 
Að leyfa sér að sjá ekkert út fyrir þann fagramma sem þessir yfirmenn eru sprottnir úr þ.e. læknir og hjúkrunarfræðingur, sýnir fram á gríðarlegan skort á stjórnunarhæfileikum eða algjöra vanhæfni að þessu marki.

Til baka