Fréttir

Alþjóðlegi Alzheimerdagurinn

6 sep. 2021

Í tilefni af alþjóðlegum Alzheimerdegi halda heilavinir og Alzheimersamtökin málþing þann 21. september.

Þar verður fjallað verður um heilabilun frá mörgum sjónarhornum og velt vöngum yfir orsökum þess að fólk fær heilabilun.
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningu mun ræða um erfðir. Jón Snædal fjallar um greiningar og rannsóknir og
Ása Dýradóttir um listir og að vera aðstandandi. Svavar Knútur verður með tónlistaratriði.

Spennandi dagskrá sem verður haldin í þetta skiptið á Hótel Natura og einnig streymt fyrir þá sem komast ekki á staðinn.
Passað verður upp á sóttvarnir. Aðgangur er ókeypis og skráning óþörf.

 

Til baka