Fréttir

Eingreiðsla 1. febrúar 2019

24 jan. 2019

Sérstök eingreiðsla verður greidd samkvæmt kjarasamningum þann 1. febrúar 2019 hverjum starfsmanni miðað við fullt starf og sem er við störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall í desember.

Eingreiðslan er 55.000 kr. samkvæmt kjarasamningi við ríkið og Samtök fyrirtækja í velferðaþjónustu SFV, 55.800 kr. samkvæmt kjarasamningi við Reykjavíkurborg og 52.000 kr. samkvæmt kjarasamning Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Til baka