Fréttir

Átak til að fjölga sjúkraliðum

9 maí. 2019

Fjölbrautaskólarnir við Ármúla og í Breiðholti munu bjóða upp nám á sjúkraliðabrú frá hausti 2019. Náminu er ætlað að gefa ófaglærðu fólki með langa starfsreynslu í umönnunarstörfum tækifæri til þess að öðlast starfsréttindi.  Landspítalinn mun styðja almenna starfsmenn spítalans til að fara í sjúkraliðanámið á sjúkraliðabrú án skerðingar á launum.

Þörfin fyrir fjölgun sjúkraliða er mikil. Færri útskrifast á sama tíma og skjólstæðingum fjölgar.  Það er því mikilvægt að leggja áherslu á að fjölga sjúkraliðum. Ljóst er að kostnaður vegna mönnunar eykst meira en ella, þegar skortur er á sjúkraliðum, þar sem vandinn er að hluta til leystur með yfirvinnu. Þá er það vel þekkt að aukavaktir valda enn frekara álagi á starfsfólk. Það er því nauðsynlegt að auka hvata til að fjölga nemendum í sjúkraliðanámi. Sjúkraliðafélag Íslands tekur undir áhyggjur heilbrigðisráðherra af skortinum á hjúkrunarfólki og fagnar áherslum ráðherrans á að bæta starfsumhverfið og leiðrétta laun þessara stétta.

Í  vikunni tók Sjúkraliðafélagið þátt í kynningu Landspítalans á náminu fyrir almenna starfsmenn spítalans.

Sjúkraliðafélagið fagnar samstarfinu með fulltrúum Landspítalans til fjölgunar sjúkraliða

 

Til baka