Fréttir

Vinningshafar í þátttökuhappdrætti

4 jún. 2021

Dregið hefur verið í þátttökuhappdrætti vegna könnunar á áhuga félagsmanna á að fá tímaritið Sjúkraliðann rafrænt.
Dregið var úr nöfnum allra þátttakenda. Búið er að tilkynna sigurvegurunum um þeirra vinning, en vinningarnir voru;

  1. vinningur: Helgardvöl í orlofshúsi SLFI.
  2. vinningur: 15 þúsund kr. ferðaávísun.
  3. vinningur: 10 þúsund kr. ferðaávísun.

Vegna persónuverndarsjónarmiða verða nöfn vinningshafa ekki birt.

Takk, sjúkraliðar fyrir góða þátttöku.

Til baka