Fréttir

Viljinn er allt sem þarf

2 jan. 2023

Við héldum að á árinu 2022 yrði COVID úr sög­unni, en svo er alls ekki. Tæp­lega 200 Íslend­ingar hafa lát­ist vegna COVID-19 á þessu ári, í fyrra lét­ust átta manns. Á árinu 2020 dó 31. Þetta vitum við sem störfum innan heil­brigð­is­geirans. Sjúkra­liðar eins og aðrar heil­brigð­is­stéttir eru enn við fram­línu­störf að sinna veiku fólki. Það er mik­il­vægt að minna á við­fangs­efni sjúkra­liða innan heil­brigð­is­þjón­ust­unn­ar, einkum nú þegar kjara­við­ræður um starfs­kjör stétt­ar­innar eru handan við horn­ið.

Nýr kjara­samn­ingur á að end­ur­spegla raun­veru­legt virði starf­anna sem stéttin sinnir innan heil­brigð­is­kerf­is­ins. Ég legg til að næstu kjara­samn­ingar opin­berra starfs­manna taki aukið til­lit til starfs­stétta hjúkr­un­ar, og það verði sér­stak­lega horft til vinnu­fram­lags hinna hefð­bundnu kvenna­stétta. Það er eðli­leg krafa í vel­ferð­ar­sam­fé­lag­inu Íslandi.

Kyn­skiptur vinnu­mark­aður

Ein af helstu ástæðum þess að Ísland raðar sér á topp þeirra ríkja sem mestar tekjur hafa, er þessi mikla þátt­taka kvenna á vinnu­mark­aði. Konur hafa staðið vakt­ina ára­tugum saman en á alltof lágum launum – aðeins vegna þess að þær eru kon­ur. Umfangs­mikil atvinnu­þátt­taka kvenna skapar ekki aðeins mik­inn auð í íslensku sam­fé­lagi heldur eykur hún bein­línis fram­leiðni. Kyn­skiptur vinnu­mark­aðar kostar okkur öll. Þessi launa­munur og ójafn­rétti á vinnu­mark­að­inum dregur nefni­lega bæði úr fram­leiðni og úr vexti. Í þessu sam­hengi má vísa í orð fram­kvæmda­stjóra Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins sem sagði: „Þessi ójafna staða milli karla og kvenna veldur efna­hags­legum kostn­aði þar sem hún dregur úr fram­leiðni og hag­vext­i.“ Sömu­leiðis sýndi nýleg rann­sókn frá Harvard að launa­hækkun til kvenna eykur fram­leiðni meira en launa­hækkun til karla.

Betri vel­ferð­ar- og heil­brigð­is­þjón­usta

Árið 2023 er óhjá­kvæmi­lega óskrif­að. Það væri ósk­andi að við sem ein­stak­lingar og sam­fé­lag myndum hlúa betur að hverju öðru. Líta oftar inn á við. Huga að heil­brigðum lífstíl, vel­ferð og því góða sem býr í hverjum manni. Þannig gætum við létt undir með öðrum, og jafn­vel minnkað eft­ir­spurn eftir vel­ferð­ar- og heil­brigð­is­þjón­ustu.

Sjúkra­liðar gegna lyk­il­hlut­verki í heil­brigð­is­þjón­ust­unni. Við lifum í þeirri stað­reynd að sam­borg­arar okkar munu áfram veikj­ast og slasast, og all­flest náum við að eld­ast og verða göm­ul. Þá er eins gott að ein­hver standi vakt­ina. Við sjúkra­liðar gerum það. Við sinnum fólki öllum stund­um, á sama tíma og aðrir halda jól, gleðj­ast um ára­mót og njóta sam­funda með fjöl­skyldu og vin­um. Við erum reiðu­búin að standa vörð um heil­brigð­is­kerfið og leggja okkar að mörkum til að styðja það. En við krefj­umst jafn­réttis á vinnu­mark­aði.

Við sem sam­fé­lag viljum eiga gott heil­brigð­is­kerfi. En heil­brigð­is­kerfið er fátt annað en starfs­fólkið sem þar vinn­ur. Við þurfum að hlúa að betur því og meta vinnu­fram­lag þeirra sem þar vinna að verð­leik­um. Það er óþol­andi að enn sé til staðar óskýrður launa­munur milli kynja á Íslandi árið 2022. Þessu þarf að breyta. Það er ekki ein­ungis órétt­læti að störf sem eru að stærstum hluta unnin af konum séu iðu­lega lægra launuð en störf unn­inn af körlum, heldur er það einnig efna­hags­lega óskyn­sam­legt.

Munum að sam­fé­lög eru mann­anna verk og oft er það eina sem hindrar okkur í átt að betra sam­fé­lagi fyrir alla, er vilj­inn til að breyta.

Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Ísland
Greinin birtist fyrst í Kjarnanum 31. desember 2022

Til baka