Fréttir

Verkfallsboðun talin lögmæt – fordæmisgefandi fyrir aðildarfélög BSRB

4 nóv. 2011

Verkfallsboðun talin lögmæt – fordæmisgefandi fyrir aðildarfélög BSRB

4.11.2011

Sinfóníuhljómsveit ÍslandsÍslenska ríkið stefndi Starfsmannafélagi Sinfóníuhljómsveitar Íslands nýverið fyrir Félagsdóm og krafðist þess að boðað verkfall yrði dæmt ólögmætt, á þeirri málfræðilegu forsendu að um væri að ræða verkföll en ekki verkfall. Nú hefur dómur fallið í málinu Starfsmannafélagi Sinfóníuhljómsveitarinnar í vil og er sá dómur fordæmisgefandi fyrir aðildarfélög BSRB sem gera kjarasamninga við ríki og sveitarfélög.

Íslenska ríkið taldi að boðuð verkföll Sinfoníuhljómsveitarinnar væru ólögmæt þar sem um margar sjálfstæðar vinnustöðvanir hafi verið að ræða og því hafi borið að greiða atkvæði um hverja fyrir sig en ekki í einu lagi eins og gert var. Sá skilningur byggir á orðalagi 15. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna þar sem talað sé um „boðun verkfalls í eintölu“.

Í niðurstöðu Félagsdóms segir að eðlilegt hafi verið að virða hina boðuðu verkfallsaðgerð heildstætt sem eina vinnustöðvun en ekki sem fleiri sjálfstæðar vinnustöðvanir. Því var ekki fallist á að ágallar hafi verið á atkvæðagreiðslu um verkfallsboðunina enda bæri enga nauðsyn til þess að fram færi sérstök atkvæðagreiðsla um hverja verkfallslotu samkvæmt verkfallsboðuninni.

Starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands var því sýknað og dæmdar kr. 300.000 í  málskostnað. Dóminn má nálgast á slóðinni https://www.bhm.is/media/frettir/Starfsmannafelag-Sinfoniuhljomsveitarinnar.pdf

Til baka