Fréttir

Undirritun kjarasamninga

5 apr. 2023

Kjarasamningur við Ríkið annars vegar og Reykjavíkurborg hins vegar voru undirritaðir mánudaginn 3. apríl 2023. Samningur við Sambandið gildir til 30. september, en nýjar launatöflur tóku gildi frá 1. janúar 2023. Samningaviðræður við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu er ekki hafnar, en stefnt er að því að hefja viðræður strax eftir páska.  

Kynningar á kjarasamningunum við Ríkið og Reykjavíkurborg voru á Teams fyrir trúnaðarmannaráð félagsins þann 4. apríl 2023 þar sem farið var yfir efnisatriði samningsins, sem er til eins árs. Segja má að aðeins hafi verið samið um launaliðinn, þar sem megin áhersla félagsins er að verja kaupmáttinn. Þó voru lítilsháttar breytingar gerðar á vaktahvatanum og stórhátíðarálagi.

Sjúkraliðar geta nálgast kynningu á kjarasamningnum, lesa kjarasamninginn og kjósa um hann á  mínum síðum“  www.slfi.is eftir kl. 13.00 í dag.

Þá verður sjúkraliðum sem starfa á samningum við Ríkið og Reykjavíkurborg boðið upp á kynningar á kjarasamningunum í gegnum Teams fjarfundi á þriðjudaginn 11. apríl og miðvikudaginn 12. apríl, þar sem farið verður yfir efnisatriði kjarasamningana.

F.h. kjaramálanefndar Sjúkraliðafélags Íslands
Sandra B Franks, formaður 

Til baka