Fréttir

Umsóknir um sumarúthlutun

7 mar. 2022

Opnað verður fyrir umsóknir um sumarúthlutun orlofskosta félagsins klukkan 13.00 þriðjudaginn 29. mars. Umsóknir eru rafrænar á orlofsvefnum og þurfa að berast félaginu fyrir miðnætti 6. apríl. Rafræn úthlutun fer fram 7. apríl klukkan 16.00.

Greiðslum fyrir húsin og frágangi leigusamninga þarf að vera lokið fyrir klukkan 16.00 þann 12. apríl. Ef ekki er gengið frá greiðslu og samningi fyrir þann tíma fellur úthlutun sjálfkrafa niður. Frá og með 13. apríl eiga þeir sem sóttu um úthlutun, en fengu ekki, einir möguleika á að bóka sig á það sem út af stendur eftir úthlutun og einnig á það sem hugsanlega verður skilað inn.
Þann 22. apríl klukkan 13.00 verður orlofsvefurinn opinn öllum félagsmönnum til bókunar á það sem er laust samkvæmt reglunni fyrstur kemur fær.

Mikilvægar dagsetningar 2022, varðandi útleigu orlofshúsa og umsóknir félagsmanna:

29. mars, opnað fyrir umsóknir klukkan 13.00
6. apríl, umsóknarfresti lýkur á miðnætti
7. apríl, rafræn úthlutun klukkan 16.00
12. apríl, greiðslufrestur til klukkan 16.00
13. apríl, þeir sem sóttu um úthlutun, en fengu ekki, geta bókað það sem út af stendur
22. apríl, opnað fyrir alla klukkan 13.00. Fyrstur bókar, fyrstur fær

Orlof skal vera 30 dagar miðað við fullt starf. Ávinnsla orlofs skal vera hlutfallsleg miðað við starfshlutfall og starfstíma starfsmanns. Orlofsdagur telst sem mæting og tegundin dagvakt í vaktahvata.
Upplýsingar um orlofsrétt er að finna á heimasíðu félagsins.

Þegar starfsmaður í vaktavinnu fer í orlof, skal hann fá óyggjandi upplýsingar um, hvenær hann skuli mæta á vakt að orlofi loknu, og skal þá að jafnaði miða við að vaktaskrá haldist óbreytt.

Sé orlof eða hluti orlofs tekið utan sumarorlofstímabils, að skriflegri beiðni yfirmanns, skal sá hluti orlofsins lengjast um 25%. Flutningur orlofs eða hluta orlofs milli ára er óheimill, nema að skriflegri beiðni yfirmanns, getur þá orlofið geymst til næsta orlofsárs. Uppsafnað orlof getur þó aldrei orðið meira en 60 dagar. Hafi starfsmaður sem átti gjaldfallið orlof, allt að 60 daga, ekki nýtt þá daga fyrir mánaðamót apríl/maí 2023, falla þeir dagar niður sem eftir standa.




Til baka