Fréttir

Tilraunaverkefni SA og ASÍ kostað af Atvinnuleysistryggingasjóði

23 jan. 2012

Tilraunaverkefni SA og ASÍ kostað af Atvinnuleysistryggingasjóði


Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRBBSRB hefur áður lýst andstöðu sinni á tilfærslu á þjónustu við atvinnuleitendur frá Vinnumálastofnun til stéttarfélaga. Nú liggur hins vegar ljóst fyrir að velferðarráðuneytið hefur samþykkt að tiltekin stéttarfélög innan Alþýðusambandsins munu taka þátt í svokölluðu tilraunaverkefni þar sem stéttarfélögin í samstarfi við atvinnurekendur koma í ríkara mæli að þjónustu við atvinnuleitendur. Til verkefnisins á að leggja árlega 113 milljónir næstu þrjú árin og munu þeir fjármunir koma úr Atvinnuleysistryggingasjóði. Sjá nánar

https://www.bsrb.is/um-bsrb/frettir/nr/2101/

Til baka