Fréttir

Sumarorlof 2021

20 apr. 2021

Orlof skal vera 30 dagar miðað við fullt starf. Ávinnsla orlofs skal vera hlutfallsleg miðað við starfshlutfall og starfstíma starfsmanns.

Þegar starfsmaður í vaktavinnu fer í orlof, skal hann fá óyggjandi upplýsingar um, hvenær hann skuli mæta á vakt að orlofi loknu, og skal þá að jafnaði miða við að vaktaskrá haldist óbreytt.

Sé orlof eða hluti orlofs tekið utan sumarorlofstímabils, að skriflegri beiðni yfirmanns, skal sá hluti orlofsins lengjast um 25%.

Flutningur orlofs eða hluta orlofs milli ára er óheimill, nema að skriflegri beiðni yfirmanns, getur þá orlofið geymst til næsta orlofsárs. Uppsafnað orlof getur þó aldrei orðið meira en 60 dagar. Hafi starfsmaður sem átti gjaldfallið orlof, allt að 60 daga, ekki nýtt þá daga fyrir mánaðamót apríl/maí 2023, falla þeir dagar niður sem eftir standa.

Orlofsdagur telst sem mæting og tegundin dagvakt í vaktahvata.

Orlofsuppbót árið 2021 verður, miðað við fullt starf,

  • ríkið 52.000 krónur
  • Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu 52.000 krónur
  • Reykjavíkurborg 52.000 krónur
  • Samband íslenskra sveitarfélaga 49.100 krónur

Til baka