Fréttir

Sumarkveðja!

23 apr. 2020

Sjúkraliðafélag Íslands sendir félögum sínum og landsmönnum öllum sumarkveðjur. Sjúkraliðar gegna lykilstörfum í heilbrigðiskerfinu. Með faglegri þekkingu og reynslu, sinna þeir sérhæfðum verkefnum við umönnun og líkn. Með öðru heilbrigðisfólki mynda þeir teymi sem tryggir öryggi og gæði hjúkrunarþjónustunnar. Saman stöndum við og berjumst gegn heimsfaraldri sem nú gengur yfir. Viðrum tilmæli og hlýðum Víði í allt sumar. Njótum náttúru og ferðumst innanlands. Gleðilegt sumar.

Til baka