Fréttir

Stjórnvöld boða raunlækkun til heilbrigðismála

13 des. 2021

Í umsögn um fjárlagafrumvarp næsta árs bendir Sjúkraliðafélag Íslands á að framlög til heilbrigðismála hækka einungis um 5% milli ára, án launa og verðlagsbreytinga. Bendir félagið á að landsmönnum hafi að jafnaði fjölgað um 2% milli ára og er því boðuð um 3% raunlækkun á hvern landsmann .

Næstum þriðjungur af aukningunni milli ára er vegna Covid. Eftir stendur um 2% raunaukning á almennu fjármagni til heilbrigðiskerfisins. Því miður dugar það of skammt og er í litlu samræmi við fyrirheit stjórnvalda um öfluga heilbrigðisþjónustu fyrir alla.

Sjúkraliðafélag Íslands hvetur fjárlaganefnd Alþingis til að bæta fjármagni til heilbrigðismála, ekki síst þegar kemur að Landspítalanum, heilbrigðisstofnunum út á landi, heilsugæslu og heimahjúkrun. Í umsögninni minnir félagið á að nefndin hefur fullan stuðning þjóðarinnar þegar kemur að bæta fjármagni í heilbrigðiskerfið.

Mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu
Sjúkraliðafélag Íslands minnir á að allt að helmingur útskrifaðra sjúkraliða kýs að vinna ekki við fagið. Skýringar á því má m.a. rekja til þeirra kjara sem stéttinni er búin, ásamt vinnuálagi og vinnuaðstæðum.
Mönnunarvandinn er því jafnframt fjármagnsvandi. Hið menntaða starfsfólk er því til en það stendur á stjórnvöldum að standa við sitt.

  • Sjúkraliðafélag Íslands minnir á að 98% sjúkraliða eru konur og er því vandfundinmeiri „kvennastétt“ og sé stjórnvöldum alvara að rétta af kynbundinn launamun milli starfstétta þá er augljóst hvar ætti að byrja.

Vandi hjúkrunarheimilanna sérstakt áhyggjuefni
Í fjáraukalögum 2021 viðurkenndi þáverandi Alþingi að rekstrargrunnur hjúkrunarheimila vantaði um einn milljarð króna.

  • Sjúkraliðafélagið hvetur fjárlaganefnd að falla frá 426 mkr. aðhaldskröfu á hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu.

Heilsugæslan
Í nýjum stjórnarsáttmála segir að það eigi að „auðvelda eldra fólki að búa sem lengst heima með viðeigandi stuðningi og þjónustu“ og að „heilsugæslan verði styrkt enn frekar sem fyrsti viðkomustaður notenda og byggð upp þverfagleg teymisvinna þar sem unnið er að stöðugum um bótum „. Það segir sig sjálft að þetta eru loforð sem geta ekki
gengið eftir án sjúkraliða.

  • Sjúkraliðafélagið leggur til aðfallið verði frá 224 mkr. aðhaldskröfu á heilsugæsluna í landinu

Hér má lesa umsögn Sjúkraliðafélags Íslands um fjárlagafrumvarp 2022

Til baka