Fréttir

Stattu með taugakerfinu

19 maí. 2015

mqdefault

 

Undirrituð félög fólks með taugasjúkdóma og skaða eru að freista þess að fá eitt af þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, sem sett verða í haust, fyrir taugakerfið. Þess vegna höfum við skrifað bréf til Ban Ki moon aðalritara S.Þ. þar sem við biðjum hann um að beita áhrifum sínum svo að þannig megi verða.

Okkur langar afar mikið til að verkefni þetta verði sameiginlegt átak íslensku þjóðarinnar og þess vegna biðjum við fólk um að undirrita bréfið til BKm með okkur. Enginn kostnaður fellur á þátttakendur og kennitala þeirra mun hvergi sjást opinberlega.

Heimasíða átaksins er: taugakerfid.is og þar má skrifa undir og sjá bréfið. Facebook síða: https://www.facebook.com/taugakerfid  

Beinn hlekkur á undirskriftasíðuna https://taugakerfid.is/skrifa-undir/ 

Til baka