Fréttir

Skýrsla ríkisendurskoðunar um rekstur og starfsemi hjúkrunarheimila fyrir árið 2008 – 2010 komin út

29 feb. 2012

alt


Þótt opinberar fjárveitingar til hjúkrunarheimila hafi dregist saman að raungildi milli áranna 2008-2010 verður ekki sé að álag á starfsmenn heimilanna hafi aukist á tímabilinu, né að þjónusta hafi skerst. Þetta eru niðurstöður Ríkisendurskoðunar sem vann skýrslu að beiðni forsætisnefndar Alþingis. 

Skýrslan fjallar um rekstur hjúkrunarheimila fyrir aldraða á tímabilinu 2008-10, meðal annars breytingar á tekjum þeirra, kostnaði og mönnun. Úttektin náði til 34 hjúkrunarheimila af samtals 43 sem starfrækt voru í landinu árið 2010. Tekjur þessara heimila eru að langstærstum hluta opinber framlög. Í heild jukust þau um 6% milli áranna 2008 og 2010. 
Fram kemur á vef Ríkisendurskoðunar að framboð hjúkrunarrýma á landsvísu hafi nánast staðið í stað milli áranna 2008 og 2010. Á sama tíma hafi ellilífeyrisþegum fjölgað og meðalaldur þeirra hækkað.  Einnig kemur fram í skýrslunni að mikið vanti uppá að mönnun á hjúkrunarheimilum sé í takt við mönnunarmótel sem Landlæknisembættið gaf út árið 2001


Sjá skýrsluna í heild sinni 

Til baka