Fréttir

Skrifstofan lokuð í byrjun árs

30 des. 2021

Vegna fjölgunar covid-smita og beiðni yfirvalda um að sem flestir vinni að heiman sem það geta, verður skrifstofa Sjúkraliðafélags Íslands lokuð fyrir almennum heimsóknum frá og með mánudeginum 3. janúar.

Starfsfólk mun eftir sem áður sinna erindum gegnum síma og tölvupóst. Þessi ákvörðun er tekin með velferð félagsmanna og starfsfólks í fyrirrúmi og til að tryggja órofinn rekstur félagsins.

Aðalnúmer Sjúkraliðafélags Íslands er 553 9494 og netfang er slfi@slfi.is.

Hér má finna netföng starfsfólks á skrifstofu , en hægt er að panta símtal frá viðkomandi starfsmanni með því að senda honum tölvupóst eða hringja á skrifstofuna og óska eftir símtali frá viðkomandi starfsmanni. Öllum fyrirspurnum er svarað eins fljótt og auðið er.

Til baka