Fréttir

Skráning í Forystufræðslu BSRB – fjarkennsla einnig í boði

14 nóv. 2011


14.11.2011

starfsmennt - námsvísirBSRB býður starfsfólki og stjórnum stéttarfélaga upp á 170 stunda heildstæða námsleið til að styrkja almenna starfs- og stjórnendahæfni og mæta þannig nýjum áherslum í þjónustu við félagsmenn. Tvö námskeiðanna verða kennd nú í nóvember og að þessu sinni verður einnig boðið upp á fjarkennslu.

Námsskeiðin sem kennd verða núna í nóvember eru:Umsjón funda (6 klukkustundir)
Á námskeiðinu er farið yfir öll grundvallaratriði fundarskapa, þ.e. fundarstjórnun, fundaritun, mælendaskrá og tímastjórnun á fundum. Farið er yfir hvernig skuli standa að kosningum innan félaga og hvernig eigi að setja mál í afgreiðslufarveg. Fjallað er um vafatriði sem upp geta komið við afgreiðslu mála á fundum og þátttakendur spreyta sig á raundæmum.
Umsjón: Gunnar Jónatansson, framkvæmdastjóri Ibt á Íslandi

Í kappi við tímann (3 klukkustundir)
Farið er í mikilvægi þess að forgangsraða með góðri skipulagningu og takast á við truflanir af ýmsum toga og helstu tímaþjófa.
Umsjón: Steinunn I. Stefánsdóttir, MSc í viðskiptafræði og í streitufræðum 

Námskeiðin verða haldin miðvikudaginn 23. nóvember kl. 9.30-16.30 og fimmtudaginn 24. nóvember kl. 13.30-16.30 en kennsla fer fram í húsnæði Framvegis, Skeifunni 11b. Námskeiðin verða fjarkennd til:ÍsafjarðarEgilsstaða, Akureyrar, og Vestmannaeyja, ef næg þátttaka fæst.

Einnig er möguleiki á að fá námskeiðið sent heim í tölvu.Vinsamlega hafið samband við skrifstofu Starfsmenntar í síma             5500060       ef óskað er eftir því.

Námskeiðin eru starfsfólki stéttarfélaga innan BSRB að kostnaðarlausu.

Hér má fá allar upplýsingar og  skrá sig á námskeiðið.

Hér má skoða námsskrár Forystufræðslunnar.

Allar nánari upplýsingar má svo fá hjá Starfsmennt í síma             550-0060      .

Til baka