Fréttir

Réttlæti, jöfnuður, velferð

25 apr. 2023

1. maí, einnig kallaður verkalýðsdagurinn, er alþjóðlegur baráttudagur verkafólks. Í ár eru 100 ár síðan fyrsta 1. maí kröfugangan var gengin.
Á þessum degi fögnum við því sem áunnist hefur í réttindabaráttu verkalýðs í gegnum tíðina og leggjum áherslur á nýjar og breyttar kröfur í þágu verkafólks.
Sýndu stuðning þinn við baráttu verkalýðshreyfingarinnar, komdu og marseraðu með okkur niður Skólavörðustíginn þann 1. maí næstkomandi!

Byggjum réttlátt samfélag!

DAGSKRÁ:
13:00
Safnast saman á Skólavörðuholti

13:30
Gangan hefst og fer niður Skólavörðustíg, Bankastræti og Austurstræti að Ingólfstorgi
Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur spila á Skólavörðuholti og síðan í göngunni niður á lngólfstorg.

14:00
Útifundur hefst.
Fundarstjóri Magnús Norðdahl.

Ræðu flytja Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB og Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður RSÍ.
Hljómsveitin Dimma og Stefanía Svavars spila.

Í lok fundarins syngur fundarfólk og tónlistarfólk lnternationallin og Maístjörnuna.

– Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB, KÍ og BHM

Til baka