Fréttir

Reglur Vestmanneyjadeildar Sjúkraliðafélags Íslands

22 júl. 2011

1.gr.: Heiti deildar og starfsvettvangur

Deildin heitir Vestmanneyjadeild Sjúkraliðafélags Íslands  

 

Svæðisdeildin starfar innan Sjúkraliðafélags Íslands. Starfsvettvangur deildarinnar og verkefni er að þjónusta alla þá sem rétt hafa til að bera starfsheitið sjúkraliði og búa og/eða starfa á starfssvæði deildarinnar.

Svæðisdeildin þjónustar Vestmanneyjar

Lögheimili deildarinnar og varnarþing er í Reykjavík

 

2. gr.: Réttur til aðildar að deild

Félagsmenn eru allir félagsmenn Sjúkraliðafélags Íslands sem búsettir eru á félagssvæði deildarinnar.

 

3. gr.: Lög deildarinnar  

Lög Sjúkraliðafélags Íslands eru lög deildarinnar og félagsmanna eftir því sem við á.

 

4. gr.: Hlutverk deildarinnar

Hlutverk deildarinnar og markmið eru þau sem kveðið er á um í 2. kafla laga Sjúkraliðafélags Íslands og ber deildinni og forustu hennar að vinna að framgangi þeirra stefnumiða á sínum starfsvettvangi.

Með því:

 • – að vinna að því að samningar félagsins séu haldnir og réttindi
 • félagsmanna í heiðri höfð.
 • – að reyna að leysa þau ágreiningsmál sem upp kunna að koma og bundin
 • eru við deildarmenn,
 • – að veita félagsstjórn Sjúkraliðafélags Íslands aðstoð við söfnun gagna
 • og upplýsinga og við annað sem hún kann að óska eftir,
 • – að við brautskráningu sjúkraliðanema, sé þeim afhentar
 • heillaóskir félagsins og þeir boðnir velkomnir til starfa,
 • – að efla gagnkvæman skilning og einingu meðal félagsmanna og annarra
 • launamanna. Jafnframt skulu deildirnar leitast við að halda uppi öflugu fræðslu – og menningarstarfi innan vébanda sinna.
 •  

5. gr.: Stjórnir deildanna

Stjórnir deildarinnar skal kosin á aðalfundi til tveggja ára.

Stjórn deildarinnar skipa: formaður, fjórir meðstjórnendur og einn til vara.

Formaður skal kosinn sérstaklega.

Endurkjör stjórnarmanna er heimilt.

Kosning stjórnar skal fara fram árlega og kosnir tveir stjórnarmenn hverju sinni.

Framboð til stjórnar deildarinnar skal komið á framfæri við uppstillinganefnd a.m.k. 21 degi fyrir auglýstan aðalfund.

Kosning til stjórnar er bundin kosning, þ.e. tillögur um stjórnarmenn sem koma fram að framboðsfresti liðnum skulu ógildar.

Framboð til stjórnar deildarinnar skal komið á framfæri við uppstillinganefnd a.m.k. 21 degi fyrir auglýstan aðalfund.

Kosning til stjórnar er bundin kosning, þ.e. tillögur um stjórnarmenn sem koma fram að framboðsfresti liðnum skulu ógildar.

 

6. gr.: Störf stjórnar

Stjórn deildarinnar er tengiliður milli félaga deildarinnar og félagstjórnar Sjúkraliðafélags Íslands. Formaður deildarinnar er sjálfkjörinn í félagsstjórn Sjúkraliðafélags Íslands.

Formenn boða stjórnarfundi og aðra fundi deilda.

Að loknu stjórnarkjöri skal formaður boða til stjórnarfundar við fyrstu hentugleika.

Á fundinum skiptir stjórnin með sér verkum og kýs úr sínum hópi varaformann, gjaldkera og ritara.

Stjórn deildarinnar geturs kipað nefndir og starfshópa til að vinna að einstökum málefnum fyrir viðkomandi deild, félagið og félagsmenn.

 

7. gr.: Fjármál

Stjórn deildarinnar skal gera fjárhagsáætlun og leggja fyrir aðalfund til samþykktar.

Beiðni um fjárframlag úr aðalsjóði Sjúkraliðafélags Íslands, samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun, ásamt samþykktum reikningum síðasta árs og fylgiskjölum fyrra árs skal senda félagsstjórn fyrir 1. febrúar til varðveislu.

Fjármunir sem deildin afla með sérgjöldum, söfnun eða á annan hátt skal ekki færa sem tekjur í reikninga deildarinnar.

Við gerð fjárhagsáætlunar og reikningsskil deildarinnar skulu eftirtaldir útgjaldaliðir áætlaðir/færðir sérstaklega:

§ Ferðakostnaður

§ Útgjöld vegna útlagðs kostnaðar stjórnarmanna

§ Kostnaður vegna stjórnarfunda

§ Prentun, frímerki, ljósritun o.fl.

§ Símakostnaður

§ Útgjöld vegna aðal- og félagsfunda

§ Annar kostnaður

 

8. gr.: Aðalfundur deildarinnar

Aðalfundur deildarinnar skal halda árlega á tímabilinu september – desember sbr. ákvæði 12. gr. laga Sjúkraliðafélags Íslands.

Skýrslur deildanna skal senda félagsstjórn fyrir 1. febrúar ásamt fjárhagsáætlun og fjárbeiðni, auk tillagna og greinargerða sem leggja á fyrir fulltrúaþing eða félagsstjórn.

Til aðalfundar skal boða með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara.

Fundurinn skal auglýstur á tryggilegan hátt og þess getið í fundarboði ef fyrirhugaðar eru breytingar á reglum deildanna.

Ennfremur skal þess getið í fundarboði þegar formannskjör er, hverjir eru í kjöri.

Dagskrá aðalfundar:

1. Kosning fundarstjóra.

2. Skýrsla formanns um starfsemi deildarinnar.

3. Lagðir fram endurskoðaðir og áritaðir reikningar deildarinnar

4. Tillögur um breytingar á reglum félagsins.

5. Kosning formanns til tveggja ára.

6. Kosning stjórnar.

7. Kosning tveggja deildarkjörinna skoðunarmanna.

8. Kosning fulltrúa deildarinnar til setu á fulltrúaþingi Sjúkraliðafélags Íslands samkvæmt ákvæðum 18. gr. laga félagsins.

9. Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun deildarinnar til samþykktar.

10. Önnur mál.

 

9. gr.: Fundir deildarinnar

Fundi skal halda svo oft sem þurfa þykir.

Fundi skal boða með minnst þriggja sólarhringa fyrirvara, með auglýsingu eða á annan tryggilegan hátt. .

Stjórn deildarinnar er skylt að boða til fundar ef fimmtungur félagsmanna krefst þess og tilgreinir fundarefni.

 

10. gr.: Kjörstjórn

Kjörstjórn skipuð þremur mönnum og tveimur til vara, skal kosin úr hópi fullgildra félagsmanna á aðalfundi til tveggja ára.

Hlutverk kjörstjórnar er:

1. Sjá um undirbúning atkvæðagreiðslu um kjör formanns samkvæmt 8. gr. reglna deildarinnar.

2. Að undirbúa og annast aðrar atkvæðagreiðslur eða kosningar

sem stjórn eða fulltrúaþing SLFÍ felur kjörstjórn deildarinnar sérstaklega.

Kjörstjórn úrskurðar um úrslit í atkvæðagreiðslum og kosningum, um vafaatkvæði og önnur ágreiningsatriði sem upp koma í atkvæðagreiðslum sem hún annast.

Kjörseðill skal vera þrískiptur þannig:

1. hluti fyrir formannskjör

2. hluti fyrir meðstjórnendur

3. hluti fyrir varamenn

Nöfnum frambjóðenda skal raðað í stafrófsröð í hverjum hluta.

Tilgreina skal vinnustað og starfsheiti.

Komi ekki fram tillögur um fleiri menn í hvert stjórnarsæti en kjósa skal, eru þeir sjálfkjörnir.

Kosning til stjórnar er bundin kosning.

 

 

11. gr.: Uppstillinganefnd

Uppstillinganefnd skipuð þremur félagsmönnum auk tveggja til vara, skal kosin á aðalfundi deildarinnar til eins árs í senn.

Uppstillinganefnd gerir tillögur um menn í stjórn, nefndir, ráð og önnur störf eða embætti sem aðalfundur kýs, þ.m.t. fulltrúa félagsins á fulltrúaþing SLFÍ.

Uppstillinganefnd skal afla staðfestingar viðkomandi einstaklings á því að hann gefi kost á sér til starfsins.

Uppstillinganefnd er skylt að gera tillögu um stjórnarmenn og þurfa engin meðmæli að fylgja.

Tillaga uppstillinganefndar skal liggja fyrir a.m.k. 21, degi þ.e. 3 vikum fyrir aðalfund.

Heimilt er 20 eða fleiri félagsmönnum að gera tillögu um einn eða fleiri stjórnarmenn skulu þær vera skriflegar og berast uppstillinganefnd félagsins a.m.k. 21 degi fyrir aðalfund.

Öllum tillögum til uppstillinganefndar skal fylgja skriflegt samþykki þeirra sem tillaga er gerð um.

Vanti samþykki, telst sú tillaga ógild.

Tillögum skulu fylgja upplýsingar um; vinnustað, kennitölu og heimilisfang. Enginn getur verið í framboði nema sem eitt af þrennu; formaður, meðstjórnandi eða varamaður.

Kosning stjórnar fer fram á aðalfundi deildarinnar.

Stjórn skal kjósa bundinni kosningu og skriflega ef fleiri eru í kjöri en kjósa skal. Kjörtímabil stjórnar eru tvö ár.

 

12. gr.: Trúnaðarmenn

Trúnaðarmenn skulu starfa í umboði svæðisdeildar á hverjum vinnustað, í samræmi við ákvæði 5. kafla laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna.

Stjórn svæðisdeildar skal sjá um kjör trúnaðarmanna á sínu starfssvæði og vera kjörstjórn á vinnustað til aðstoðar við framkvæmdina.

Kjörstjórn sér um talningu atkvæða og er öllum sem rétt áttu til að kjósa, heimilt að fylgjast með talningu.

Sá sem flest atkvæði fær er rétt kjörinn trúnaðarmaður og sá sem fær næst flest atkvæði er kjörinn varamaður hans.

Nú eru atkvæði jöfn og ræður þá hlutkesti úrslitum.

Strax að kosningu lokinni skal kjörstjórn tilkynna stjórn deildarinnar um niðurstöðu kosningarinnar.

Heimilt er deildarstjórn að skipa trúnaðarmann án tilnefningar og tilkynna það vinnustaðnum hafi kosning ekki komið til framkvæmda innan tilskilins frests.

Með samþykki aðalfundar er stjórn deildarinnar heimilt að stofna trúnaðarmannaráð og setja því starfsreglur.

Stjórn deildarinnar er skylt að halda fund með kjörnum trúnaðarmönnum a.m.k. einu sinni á ári.

 

13. gr.: Breyting á reglum deildarinnar

Reglum þessum má aðeins breyta á fulltrúaþingi SLFÍ enda hafi tillögum um breytingar á þeim verið sendar félagsstjórn fyrir 1. febrúar .

Breytingar á reglunum öðlast ekki gildi fyrr en þær hafa hlotið staðfestingu fulltrúaþings Sjúkraliðafélags Íslands, að fenginni umsögn laganefndar félagsins. Breytt á fulltrúaþingi SLFÍ 14. og 15. maí 2004 og fulltrúaþingi SLFÍ 31. maí 2007 og samþykktar þannig breyttar.

Reglur fyrir svæðisdeildir Sjúkraliðafélags Íslands lagðar fram til umfjöllunar á 17. fulltrúaþingi félagsins 16. maí 2008 og samþykktar þannig breyttar.

 

Til baka