Fréttir

Reglur lífeyrisdeildar Sjúkraliðafélags Íslands

30 nóv. 1999

1. gr.: Aðild að deildinni

Rétt til aðildar að deild eftirlaunafólks Sjúkraliðafélags Íslands eiga allir sjúkraliðar sem eru á eftirlaunum og/eða ellilífeyri eða eru á örorkubótum samkvæmt lögum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar eða annarra lífeyrissjóða sem sjúkraliðar greiddu til af sjúkraliðalaunum, enda hafi þeir verið félagsmenn er þeir létu af störfum.

 

2. gr.: Hlutverk og markmið deildarinnar

Deildin starfar í samræmi við ákvæði félagslaga Sjúkraliðafélags Íslands og starfsreglum er hún setur sér í samráði við stjórn félagsins.

 

Viðfangsefni deildarinnar:

 • aðgæta í hvívetna hagsmuna lífeyrisþega, m.a. með því að fylgjast með breytingum sem verða á skipan starfa í launaflokka og koma á framfæri athugasemdum eða ábendingum til lífeyrissjóða ef þörf krefur.
 • aðhalda skrá um alla þá sem rétt eiga til aðildar að deildinni.
 • aðhalda uppi kynningar- og félagsstarfi með deildarfélögum, skemmtikvöldum og með ferðalögum innanlands og utan, verði því viðkomið.
 • að vinna að því að sköpuð verði sem fjölbreyttust starfsaðstaða fyrir lífeyrisþega þ.m.t. að auðvelda lífeyrisþegum sjálfsnám.

 

3. gr.: Kosning stjórnar

Á aðalfundi eftirlaunadeildarinnar skal velja 5 menn til þess að annast hefðbundin stjórnarstörf. Einn stjórnarmaður skal tilnefndur af stjórn Reykjavíkurdeildar Sjúkraliðafélags Íslands og skal hann tryggja nauðsynleg tengsl milli eftirlaunadeildarinnar og félagsins. Velja skal jafnmarga varamenn í deildarstjórn. Varamenn skulu boðaðir á stjórnarfundi enda eiga þeir rétt til setu á stjórnarfundum, með málfrelsi og tillögurétti.

 

4. gr.: Kjör formanns, hlutverk stjórnarmanna

Formann skal velja sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum eftir því sem hentar hverju sinni. Formaður fer með umboð deildarinnar til setu á þeim fundum stjórnar Reykjavíkurdeildar félagsins, þar sem málefni deildarinnar eða lífeyrisþega eru á dagskrá. Varaformaður skal valinn úr hópi stjórnar- eða varastjórnarmanna.

 

5. gr.: Kjörtímabil stjórnar

Formann og varamenn í stjórn skal velja árlega, en meðstjórnendur til tveggja ára og ganga tveir stjórnarmanna úr stjórninni hverju sinni, í fyrsta sinn eftir hlutkesti. Endurkjör er heimilt.

 

6. gr.: Boðun stjórnarfunda

Stjórnarfundi skal halda að boði formanns eða samkvæmt ákvörðun stjórnar deildarinnar um reglulega fundardaga. Fundir eru lögmætir ef þrír eða fleiri stjórnarmanna eru mættir.

 

7. gr.: Verkefni stjórnar

Formaður gegnir öllum venjubundnum formannsstörfum. Varaformaður gegnir störfum formanns í forföllum hans. Ritari skal halda gerðabók um ákvarðanir og gerðir stjórnar- og frá almennum deildarfundum. Féhirðir hefur umsjón með fjármálum deildarinnar.

 

8. gr.: Aðalfundur deildarinnar

Á tímabilinu 15. september til 31. október skal boða til aðalfundar deildarinnar með minnst 3 daga fyrirvara. Á fundinum ber deildarstjórn að gefa skýrslu um starfsemina á liðnu starfstímabili.

 

Dagskrá aðalfundar:

 1. Kosning fundarstjóra og annarra starfsmanna.
 2. Skýrsla stjórnar.
 3. Reikningar deildarinnar.
 4. Tillögur um breytingar á reglum deildarinnar.
 5. Kosning formanns.
 6. Kosning stjórnar.
 7. Kosning félagskjörinna skoðunarmanna.
 8. Kosning fulltrúa til setu á fulltrúaþingi Sjúkraliðafélags Íslands.
 9. Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun deildarinnar til samþykktar
 10. Önnur mál.

 

9. gr.: Boðun deildarfunda

Deildarfundi skal boða með auglýsingu í blaði samtakanna Sjúkraliðanum, auglýsingu í dagblaði, öðrum fjölmiðli eða með bréfi til deildarfélaga. Leitast skal við að ákveða allt funda- og félagstarf deildarinnar fyrir ákveðin tímabil í senn og tilkynna það í bréfi til félagsmanna.

 

10. gr.: Lagabreytingar

Lögum deildarinnar má aðeins breyta á aðalfundi, enda hafi tillögur að lagabreytingum borist deildarstjórn áður en aðalfundurinn er auglýstur og skal tillagnanna getið í fundarboði. Úrslitum um lagabreytingar ræður einfaldur meirihluti greiddra atkvæða.

Heimilt er að gera breytingartillögur við löglega frambornar tillögur til lagabreytinga, enda feli breytingartillaga ekki í sér óskyld efni við upphaflegu tillöguna.

 

Drög að reglum deildar eftirlaunafólks innan Sjúkraliðafélags Íslands voru lagðar fram til kynningar á undirbúningsfundi að stofnun deildarinnar í Úthlíð, Biskupstungum í október 1997 og samþykktar á stofnfundi deildar eftirlaunafólks innan Sjúkraliðafélags Íslands þann 13. október 1998.

 

 

Til baka