Fréttir

Reglur fyrir fagdeild sjúkraliða með sérnám í hjúkrun innan Sjúkraliðafélags Íslands

30 nóv. 1999

1. gr.: Heiti deildarinnar og starfsvettvangur

Nafn deildarinnar er Fagdeild sjúkraliða með sérnám í hjúkrun  Fagdeild sjúkraliða

með sérnám er deild innan Sjúkraliðafélags Íslands. Starfsvettvangur deildarinnar og

verkefni er að þjónusta alla sem lokið hafa a.m.k. eins árs sérnámi og hafa rétt til að

bera starfsheitið sjúkraliði.

Heimili og varnarþing deildarinnar er Reykjavík.

2. gr.: Réttur til aðildar að deildinni

Félagsmenn eru allir sjúkraliðar í Sjúkraliðafélagi Íslands sem lokið hafa a.m.k. eins árs

framhaldsnámi í hjúkrun.

3. gr.: Lög deildarinnar

Lög Sjúkraliðafélags Íslands eru lög deildarinnar og félagsmanna hennar, eftir því

sem við á.

4. gr.: Hlutverk deildarinnar

Hlutverk deildarinnar og markmið eru þau sem kveðið er á um í 2. kafla laga

Sjúkraliðafélags Íslands og ber deildinni og forystu hennar að vinna að framgangi

þeirra stefnumiða á sínum  starfsvettvangi.

Með því að:

 • halda uppi öflugu fræðslu og menningarstarfi innan vébanda sinna,
 • efla gagnkvæman skilning og einingu meðal félagsmanna og annarra launamanna,
 • veita félagsstjórn SLFÍ aðstoð við söfnun gagna og upplýsinga og annað sem hún kann að óska eftir.

5. gr.: Stjórn deildarinnar

Stjórn deildarinnar skal kosin á aðalfundi til eins árs.

Stjórnina skipa: formaður, tveir meðstjórnendur og einn til vara.

Formaður skal kosinn sérstaklega.

Endurkjör stjórnarmanna er heimilt.

6. gr.: Störf stjórnar

Stjórn deildarinnar er tengiliður milli félaga deildarinnar og félagsstjórnar

Sjúkraliðafélags Íslands. Formaður fagdeildar sjúkraliða með sérnám, hefur rétt á

að sitja fundi félagsstjórnar

með málfrelsi og tillögurétt ef á dagskrá hennar eru málefni er varðar deildina eða

félagsmenn hennar sérstaklega.

Formaður boðar stjórnarfundi og aðra fundi deildarinnar. Að loknu stjórnarkjöri skal

formaður boða til stjórnarfundar við fyrstu hentugleika. Á fundinum skiptir stjórnin

með sér verkum og kýs sér gjaldkera og ritara.

Stjórn deildarinnar getur skipað nefndir og starfshópa til að vinna að einstökum

málefnum fyrir deildina.

7. gr.: Fjármál

Stjórn deildarinnar skal gera fjárhagsáætlun og leggja fyrir aðalfund til samþykktar.

Beiðni um fjárframlag úr aðalsjóði Sjúkraliðafélags Íslands, samkvæmt  samþykktri

fjárhagsáætlun skal senda félagsstjórn fyrir 1. febrúar.

8. gr.: Aðalfundur deildarinnar

Aðalfundur deildarinnar skal haldinn árlega á tímabilinu september desember sbr.

ákvæði 12. gr. laga Sjúkraliðafélags Íslands. Skýrslur deildarinnar skal senda

félagsstjórn fyrir 1. febrúar ásamt fjárhagsáætlun og fjárbeiðni, auk tillagna og

greinargerða sem leggja á fyrir fulltrúaþing eða félagsstjórn.

Til aðalfundar skal boða með a.m.k. 2 vikna fyrirvara. Fundurinn skal auglýstur á

tryggilegan hátt og þess getið í fundarboði ef fyrirhugaðar eru breytingar á reglum

deildarinnar. Þess skal getið í fundarboð hverjir séu í kjöri til formanns deildarinnar.

Dagskrá aðalfundar:

 1. Kosning fundarstjóra.
 2. Skýrsla formanns um starfsemi deildarinnar.
 3. Lagðir fram endurskoðaðir og áritaðir reikningar deildarinnar
 4. Tillögur um breytingar á reglum deildarinnar.
 5. Kosning formanns.
 6. Kosning stjórnar.
 7. Kosning tveggja deildarkjörinna skoðunarmanna.
 8. Kosning fulltrúa deildarinnar til setu á fulltrúaþingi Sjúkraliðafélags Íslands samkvæmt
 9. ákvæðum 7.tl. 18. gr. laga félagsins.
 10. Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun deildarinnar til samþykktar.
 11. Önnur mál.

9. gr.: Deildarfundir

Deildarfundi skal halda svo oft sem þurfa þykir. Deildarfundi skal boða með minnst

þriggja sólarhringa fyrirvara, með símboðun, tölvupósti eða auglýsingu á vinnustöðum

þar sem því verður við komið.

Stjórn deildarinnar er skylt að boða til deildarfundar ef fimmtungur félagsmanna

deildarinnar krefst þess og tilgreinir fundarefni.

10. gr.: Breyting á reglum deildarinnar

Reglum deildarinnar má aðeins breyta á aðalfundi, enda hafi tillögum um breytinguar

verið getið í fundarboði. Breytingar á reglunum öðlast ekki gildi fyrr en þær hafa hlotið

staðfestingu stjórnar Sjúkraliðafélags Íslands, að fenginni umsögn laganefndar

félagsins.

Drög að reglum deildarinnar voru samþykktar á stofnfundi Fagdeildar sjúkraliða með

sérnám í hjúkrun í Borgarleikhúsinu 21. desember 2002 með fyrirvara um að lög

Sjúkraliðafélags Íslands breytist og heimili stofnun deildarinnar.

Reglur deildarinnar voru samþykktar á fulltrúaþingi Sjúkraliðafélags Íslands

miðvikudaginn 14. maí 2003.  Reglur deildarinnar lagðar fram á fulltrúaþingi SLFÍ 31. maí 2007 og samþykktar þannig breyttar.

Til baka