Fréttir

Ræða formanns Sjúkraliðafélags Íslands Kristínar Á. Guðmundsdóttur á hátíðisdegi Verkalýðsins á Selfossi í dag

3 maí. 2017

myndKristin

Ágætu félagar! Gleðilega hátíð!
Við hittumst í dag vítt og breytt um landið til þess að halda hátíðlegan dag vekalýðsins. Hátíð sem haldin hefur verið hér á landi í 95 ár. Á þessum degi hafa launamenn safnast saman um allan heim í hátt í 130 ár. 
Hugsjón verkalýðshreyfingarinnar er og hefur verið! Jöfnuður. 
Jöfnuður í formi réttinda 
Jöfnuður í formi réttlætis
Jöfnuður í formi bræðralags
Jafnaðarhugsjónin hefur verið eitt af aðalsmerkjum launþegahreyfingarinnar um heim allan.
Í langan tíma hefur verið sótt að grundavallar hugsjónum hennar og því haldið fram að ekkert gagn sé af því að vera í stéttarfélögum og að einstaklingshyggjan sé það sem þurfi að rækta, upphefja.
Til áherslu er bent á að hver og einn eigi að hugsa um eiginn hag en ekki heildina. 
Hugsaðu um ÞIG, njóttu þess, hve einstakur og frábær þú ert. 
Svona hljómar áróðurinn og margir bíta á agnið.

Sjá meira

Til baka