Fréttir

Ráðstefna í tilefni af 50 ára afmæli Sjúkraliðafélags Íslands

4 okt. 2016

Í tilefni af hálfrar aldar afmæli Sjúkraliðafélags Íslands verður staðið að ráðstefnu föstudaginn 18. nóvember kl.13.00 -16.15 á Hótel Natura.

Eftir ráðstefnuna verður   opið hús þar sem félagið mun bjóða upp á léttar veitingar.

Vonast er til að sem flestir sjái sér fært um að mæta og taki daginn frá.
Opnað verður fyrir skráningu miðvikudaginn 5.október.
Hægt verður að skrá sig á vefnum, senda tölvupóst á sigga@slfi.is , lilja@slfi.is  og sigurlaug@slfi.is eða skrá sig símleiðis í s. 553-9494.
 

 Hotel natura minni

 

Til baka