Fréttir

Óskað eftir framboðum til framkvæmdastjórnar og starfsnefnda félagsins

10 apr. 2024

Uppstillingarnefnd Sjúkraliðafélags Íslands auglýsir eftir framboði til framkvæmdastjórnar félagsins fyrir kjörtímabilið 2024-2026. Óskað er eftir einum aðalmanni og einum varamanni í framkvæmdastjórnina. Stjórnin er skipuð formanni sem kosinn er í allsherjar atkvæðagreiðslu, varaformanni og tveimur meðstjórnendum. Stjórnin skiptir með sér verkum og annast framkvæmd á ákvörðunartökum fulltrúaþings og félagsstjórnar. Einnig er óskað eftir framboðum starfsnefndir félagsins.

Sjúkraliðar með fulla félagsaðild eru kjörgengir í stjórn og nefndir á vegum félagsins. Framboðsfrestur er til og með 24. apríl 2024. Kosning fer fram á fulltrúaþingi félagsins, fimmtudaginn 16. maí 2024.  

Framboð tilkynnist til formanns uppstillingarnefndar á netfangið jrd@mi.is 
Frambjóðendur eru beðnir um að skila inn fullu nafni, kennitölu, símanúmeri og netfangi. 

Til baka