Fréttir

Öryggir heilbrigðisstarfsmenn, öryggir sjúklingar

17 sep. 2020

Enginn ætti að hljóta skaða af því að sækja sér heilbrigðisþjónustu.
Alþjóðaheilbrigðismálstofnunin (WHO) tileinkar 17. september því markmiði að auka vitund fólks um öryggi sjúklinga, hvetja til samstöðu
og aðgerða á heimsvísu og fá þannig fólk til að sameinast um að gera heilbrigðiskerfið öruggara en það er í dag.

Í ár er dagurinn tileinkaður heilbrigðisstarfsmönnum og slagorð dagsins er „öryggir heilbrigðisstarfsmenn, öryggir sjúklingar

Heibrigðisþjónusta á að vera hættulaus. Sjúklingur eiga rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita,
miðað við ástand hans og horfur á hverjum tíma. Samt verða alvarleg atvik á heilbrigðisstofnunum um allan heim á hverjum degi.
Á heimsvísu verða 4 af 10 sjúklingum fyrir skaða vegna mistaka er þeir sækja sér heilbrigðisþjónustu.
Í allt að 80% tilfella er hægt að koma í veg þessi mistök.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin bendir á að yfirstandandi heimsfaraldur Covid-19 sé meðal stærstu áskorana sem heimsbyggðin standi frammi
fyrir og að heilbrigðisþjónustan búi nú við stærst ógn sem hún hafi nokkru sinni þurft að takast á við.

Um allan heim er heilbrigðisþjónustan undir áður óþekktu álagi. Covid-19 hefur afhjúpað þær gífurlegu áskoranir og áhættu sem heilbrigðisstarfsmenn
standa frammi fyrir alla daga um allan heim, áhættur eins og sýkingum tengdum heilbrigðisþjónustu, ofbeldi, fordómum, sálrænum og
tilfinningalegum truflunum, veikindum og jafnvel dauða. Einnig verður vinna í streituvaldandi umhverfi þess valdandi að heilbrigðisstarfsfólk
gerir mistök sem geta valdið sjúklingum skaða. Covid-19 faraldurinn hefur reynt mikið á sjúkraliða, sem og annað heilbrigðisstarfsfólk.
Margir voru í framlínunni, en aðrir stóðu vaktina í störfum sem ekki voru síður mikilvæg.

Alþingi samþykkti nýja heilbrigðisstefnu í sumarbyrjun 2019 þar sem meðal annars voru settar fram áherslur um Fólkið í forgrunni.

Formaður Sjúkraliðafélagsins tók ásamt öðru forystufólki í heilbrigðisgeiranum, þar á meðal landlækni, þátt í fundum þar sem rætt var
um heilbrigðisstefnuna. Afstaða Sjúkraliðafélags Íslands er að leggja beri mesta áherslu á að ráða bót á mönnunarvanda heibrigðiskerfisins,
ekki síst með fjölgun sjúkraliða.

En heilbrigðiskerfið getur aðeins þjónað hlutverki sínu ef þar starfar færir og áhugasamir heilbrigðisstarfmenn sem veita sjúklingum örugga umönnun.
Kjarasamningarnir á síðasta vetri fólu í sér sögulega tímamótaáfanga. Stytting vinnuvikunnar, betri vinnutími og fagháskólanám fyrir sjúkraliða
marka sannkölluð þáttaskil í kjara- og réttindabaráttu sjúkraliða. Sjúkraliðar eru fagstétt sem eru í öflugri framrás, en hafa þurft að berjast
hatrammri baráttu fyrir bættum kjörum, heilsuvænna vinnuumhverfi og auknum tækifærum til menntunar.

Til baka