Fréttir

Opinn fyrirlestur á vegum Rannsóknaseturs í fötlunarfræði

3 nóv. 2011

Hið góða líf fyrir fólk með þroskahömlun?

 

Opinn fyrirlestur á vegum Rannsóknaseturs í fötlunarfræði

 

8. nóvember 2011 kl.12.05 – 13 í Gimli 102

 

Hvað felst í því að lifa hinu góðu lífi? Hvernig vitum við að við sjálf eða aðrir lifi góðu lífi? Er hægt að „skapa“  gott líf fyrir  einhvern annan? Í fyrirlestrinum er rýnt hvað við lítum á sem „hið góða líf“ í vestrænum samfélögum og afleiðingar þess fyrir fólk með þroskahömlun. Litið verður til heimspeki og félagsvísindalegra kenninga til að varpa ljósi á af hverju það virðist vera erfitt fyrir fólk með þroskahömlun að lifa hinu góða lífi. Í lokin verða settar fram tillögur um mögulegar leiði til að stuðla að hinu góða lífi fyrir fólk með þroskahömlun.

 

Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

 

Fyrirlesarinn Dr. Kelley Johnson er prófessor í fötlunarfræðum og félagslegri stefnumótun við University of Bristol og er forstöðumaður Norah Fry Research Centre við sama skóla. Kelley er áströlsk og hefur í meira en fimmtán ár unnið rannsóknir með fötluðu fólki og talað fyrir umbótum í málefnum fatlaðs fólks í Ástralíu og öðrum löndum. Hún er höfundur fimm bóka um konur með þroskahömlun, lokun sólahringsstofnana, samfélag án aðgreiningar og samvinnurannsóknir.

 


Til baka