Fréttir

Opinn fundur um verðtryggingu

17 nóv. 2011

Opinn fundur um verðtryggingu

17.11.2011

PeningarBSRB efnir til opins fundar um verðtryggingu í næstu viku,  miðvikudaginn 23. nóvember kl. 12:00 – 13:20, í BSRB-húsinu Grettisgötu 89. Á fundinum verður fjallað um verðtryggð og óverðtryggð lán, kosti og galla verðtryggingarinnar og hvort raunhæft sé að afnema hana í náinni framtíð.

Verðtryggingin virðist ætla að halda áfram að vera eitt heitasta deiluefni samtímans. Mörg ólík sjónarmið eru uppi enda hafa ólíkar aðilar ólíkra hagsmuna að gæta þegar kemur að verðtryggingu lána. Þess vegna hefur BSRB fengið fulltrúa ólíkra hópa og hagsmunaaðila til að fjalla í stuttu máli um verðtrygginuna á þessum opna fundi og svara spurningum viðstaddra.

Þessir aðilar eru:

Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða

Óskar Hafnfjörð Auðunsson, aðstoðarframkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka

Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við HÍ

Andrea J. Ólafsdóttir, Hagsmunasamtökum heimilanna

Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR

Fundarstjóri verður Helga Jónsdóttir, framkvæmdastjóri BSRB, og minnt er á að fundurinn er öllum opinn. Fundurinn verður eins og áður sagði kl. 12:00 næstkomandi miðvikudag, þann 23. nóvember.

Til baka