Fréttir

Opið bréf til ráðherra

16 okt. 2023

Á yfirstandandi þingi alþjóðasamtaka opinberra starfsmanna (PSI) sem haldið er í Genf þessa daganna, og ber yfirskriftina „People over profit“ var samþykkt senda opið bréf til heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra allra aðildarríkja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (WHO) og þar með talið Íslands.

Í þessu bréfi kemur fram að neyðarástand ríki víða hjá heilbrigðisstofnunum víða um heim vegna mönnunarvanda. Sá vandi er vel þekktur hér á landi og höfum við hjá Sjúkraliðafélaginu ítrekað bent á hann. Í bréfinu kemur einnig fram að heilbrigðisstarfsfólk sé að yfirgefa störf sín í stórum stíl. Stór alþjóðleg könnun sýni að meirihluti heilbrigðisstarfsfólks íhugar reglulega að segja upp starfi sínu. Þessi sama könnun sýnir að þrír fjórðu heilbrigðisstarfsmanna telja að stjórnmálamenn hafi enn ekki gripið til marktækra aðgerða til að bæta aðstæður í framlínunni og það sé djúp tilfinning hjá heilbrigðisstarfsfólki um svik um allan heim.

Stjórnvöld eru því sérstaklega hvött til að hlusta á heilbrigðisstarfsfólk og bæta vinnuskilyrði til muna. Færð eru siðferðisleg og efnahagsleg rök fyrir frekari fjárfestingu í þeim mannauð sem býr í heilbrigðiskerfinu.

Mönnunarvandi heilbrigðiskerfisins er því svo sannarlega ekki eingöngu að finna hér á landi heldur er þetta alþjóðlegur vandi sem allar þjóðir verða að bregðast við. Í bréfinu er sérstaklega minnist á þann fjölda heilbrigðisstarfsmanna sem flytja sig frá fátækari löndum heimsins til þeirra ríku. Á 15 árum hefur sá fjöldi aukist um 60%. Þetta undirstrikar þörfina fyrir alþjóðlegt samstarf og lausnir.

Að lokum eru heilbrigðisráðherrar og fjármálaráðherrar allra þessara ríkja hvattir til að bregðast strax við og auka stuðning sinn við heilbrigðiskerfi sinna landa. Lokaorðin voru þessi til ráðherranna: „Þú klappaðir fyrir okkur [á tímum heimsfaraldurs] en núna þurfum aðgerðir frá þér“

Bréfið má lesa hér:

Á yfirstandandi þingi alþjóðasamtaka opinberra starfsmanna (PSI) sem haldið er í Genf þessa daganna, og ber yfirskriftina „People over profit“ var samþykkt senda opið bréf til heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra allra aðildarríkja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (WHO) og þar með talið Íslands.

Í þessu bréfi kemur fram að neyðarástand ríki víða hjá heilbrigðisstofnunum víða um heim vegna mönnunarvanda. Sá vandi er vel þekktur hér á landi og höfum við hjá Sjúkraliðafélaginu ítrekað bent á hann. Í bréfinu kemur einnig fram að heilbrigðisstarfsfólk sé að yfirgefa störf sín í stórum stíl. Stór alþjóðleg könnun sýni að meirihluti heilbrigðisstarfsfólks íhugar reglulega að segja upp starfi sínu. Þessi sama könnun sýnir að þrír fjórðu heilbrigðisstarfsmanna telja að stjórnmálamenn hafi enn ekki gripið til marktækra aðgerða til að bæta aðstæður í framlínunni og það sé djúp tilfinning hjá heilbrigðisstarfsfólki um svik um allan heim.

Stjórnvöld eru því sérstaklega hvött til að hlusta á heilbrigðisstarfsfólk og bæta vinnuskilyrði til muna. Færð eru siðferðisleg og efnahagsleg rök fyrir frekari fjárfestingu í þeim mannauð sem býr í heilbrigðiskerfinu.

Mönnunarvandi heilbrigðiskerfisins er því svo sannarlega ekki eingöngu að finna hér á landi heldur er þetta alþjóðlegur vandi sem allar þjóðir verða að bregðast við. Í bréfinu er sérstaklega minnist á þann fjölda heilbrigðisstarfsmanna sem flytja sig frá fátækari löndum heimsins til þeirra ríku. Á 15 árum hefur sá fjöldi aukist um 60%. Þetta undirstrikar þörfina fyrir alþjóðlegt samstarf og lausnir.

Að lokum eru heilbrigðisráðherrar og fjármálaráðherrar allra þessara ríkja hvattir til að bregðast strax við og auka stuðning sinn við heilbrigðiskerfi sinna landa. Lokaorðin voru þessi til ráðherranna: „Þú klappaðir fyrir okkur [á tímum heimsfaraldurs] en núna þurfum aðgerðir frá þér“

Bréfið má lesa hér: PSI Letter to WHO Member States and Health/Finance Ministers – PSI – The global union federation of workers in public services

Til baka