Fréttir

Vísindasvið Össurar (Medical Office) býður til vísindaráðstefnu um aflimanir og gervilimi í Reykjavík dagana 14. og 15. júní 2012.

16 maí. 2012

Vísindasvið Össurar (Medical Office) býður til vísindaráðstefnu um aflimanir og gervilimi í Reykjavík dagana 14. og 15. júní 2012.

alt

Sérfræðingar kynna undirbúning fyrir aðgerð og nýjar aðferðir til að bæta meðferð og endurhæfingu eftir aflimun neðri útlima á heilsdags ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík. Morguninn eftir verður boðið upp á vinnustofur í aðalstöðvum Össurar að Grjóthálsi 1-3.

Ráðstefnan er hugsuð fyrir klíníska sérfræðinga sem koma að aflimunum og endurhæfingarferli eftir þær, t.d. bæklunarskurðlækna, endurhæfingarlækna, stoðtækjafræðinga, sjúkraþjálfara og aðra sem starfa innan tengdra greina.

Dagskrá ráðstefnunnar

Skráning á ráðstefnuna

Til baka