Fréttir

Nýtt efni. Eldra efni. Morgunfundur um stöðu mála hjá VIRK

18 maí. 2012

VIRK
VIRK-starfsendurhæfingarsjóður býður til morgunfundar þriðjudaginn 22. maí kl. 8:00 á 1. hæð BSRB-hússins, Grettisgötu 89. Þar verður fjallað um starf VIRK og stöðuna hjá VIRK-ráðgjöfum BSRB félaganna.

Hlutverk VIRK-starfsendurhæfingarsjóðsins er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku, með aukinni virkni, eflingu endurhæfingar og öðrum úrræðum sem talin eru getað hjálpað fólki að snúa aftur á vinnumarkað.

Undanfarið hefur eins og áður verið í nægu að snúast hjá VIRK-ráðgjöfunum og er fundurinn ekki síst ætlaður sem upplýsingamiðlun um stöðu verkefna hjá ráðgjöfum BSRB-félaganna.

Fundurinn fer eins og áður sagði fram þriðjudaginn 22. maí kl. 8:00 á 1. hæð BSRB-hússins að Grettisgötu 89 og eru hjartanlega velkomnir á fundinn.

Til baka