Fréttir

Ný lög um heilbrigðisstarfsmenn taka gildi 1. janúar 2013

4 maí. 2012


alt

Frumvarp velferðarráðherra til laga um heilbrigðisstarfsmenn var samþykkt á Alþingi 2. maí sl. Lögin fjalla um réttindi og skyldur heilbrigðisstétta. Þar með falla úr gildi fimmtán sérlöglög  sem  gilt hafa um störf þeirra. Þar með lög um sjúkraliða sem sett voru 1984 með síðari breytingum. Ný lög um heilbrigðisstarfsmenn taka gildi 1. janúar 2013.

Þörf fyrir nýja og samræmda löggjöf var orðin nauðsynleg, því gildandi laga- og reglugerðaákvæði um heilbrigðisstéttir eru orðin úrelt. Í dag skortir töluvert á samræmi, til dæmis um það hvaða heilbrigðisstéttir geti starfað sjálfstætt og hverjar starfi á ábyrgð annarra heilbrigðisstétta, hvaða heilbrigðisstéttir megi hafa aðstoðarmenn og hverjar ekki og ákvæði um skyldu til að veita hjálp.

Tilgangur nýju laganna er að samræma og einfalda gildandi ákvæði um heilbrigðisstarfsmenn og tryggja gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga.  Ákvæði um heilbrigðisstarfsmenn eru gerð markvissari og hnitmiðaðri en áður. Felldar eru brott ónauðsynlegar takmarkanir á starfssviði heilbrigðisstétta og ákvæðin færð til nútímahorfs þannig að heilbrigðisþjónustan og störf og starfssvið heilbrigðisstétta geti þróast með eðlilegum hætti innan ramma löggjafar.

Ráðherra er heimilað að ákveða með reglugerð að tilgreindri meðferð sé aðeins beitt af heilbrigðisstarfsmönnum, nánar tilgreindum heilbrigðisstéttum eða þeim sem fengið hafa til þess sérstakt leyfi landlæknis. Jafnframt verður heimilt að banna tiltekna meðferð. Reglugerðir um slíkar takmarkanir skuli settar að fengnum tillögum landlæknis og umsögn viðkomandi fagfélags. Þar með Sjúkraliðafélags Íslands

Til baka